1
Innlent

Brynjar úr ClubDub segir múslima komna til að „sjúga kerfið þurrt, nauðga og rífa kjaft“

2
Heimur

Leikskólakennari rekinn vegna OnlyFans

3
Innlent

Lætur dómsmálaráðherra heyra það vegna máls Oscars

4
Heimur

Barnastjarnan Sophie Nyweide var ólétt þegar hún lést

5
Innlent

Spyr Kristrúnu og Þorgerði Katrínu hvað hafi orðið um kosningaloforðin

6
Fólk

Glúmur segir Íslendinga mjög skringilega tegund

7
Fólk

Stefán Einar og Sara Lind ganga hvor sína leið

8
Innlent

Ármann Leifsson kjörinn forseti Röskvu

9
Heimur

Dómari fyrirskipar endurflutning annars innflytjanda frá El Salvador

10
Innlent

Nytjastuldur, innbrot og eggjakast

Til baka

Prestar í íslensku þjóðkrikjunni fordæma brottvísun

Yfirlýsing frá 30 prestum þjóðkirkjunnar

Oscar
Oscar Anders Florez Bocanegra verður vísað úr landiVígðir prestar vilja halda honum á landinu
Mynd: Aðsend

Til þar til bærra stjórnvalda á Íslandi.

Við undirrituð, vígðir prestar í íslensku þjóðkirkjunni, lýsum yfir samstöðu með þeirri fjölskyldu sem nú fer fram á dvalarleyfi fyrir Oscar Anders Florez Bocanegra.

Forsaga málsins er skv. lýsingu fjölskyldunnar sú að:

Oscar Anders Florez Bocanegra, 17 ára drengur frá Kólumbíu, stendur nú frammi fyrir því að vera vísað úr landi í annað sinn. Oscar kom hingað árið 2022 ásamt föður sínum. Móðir hans er ekki til staðar í lífi hans og faðir hans var tilkynntur fyrir ofbeldi á hans hendur og hefur afsalað sér formlega forsjá hans. Þrátt fyrir það var Oscar sendur úr landi með föður sínum síðastliðið haust. Í Bogotá gripu hann engin barnaverndaryfirvöld og hann endaði því einn á götunni, óvarinn, einmana og hræddur. Fósturfjölskylda hans á Íslandi kom honum aftur heim til Íslands, þar sem hann hefur notið öryggis, skólagöngu ogumhyggju. Þar til nú, þegar stendur til að vísa honum aftur úr landi.

Við sem þessa yfirlýsingu undirritum eigum ekki beina aðkomu að málinu en við teljum okkur skylt og ljúft að sýna málstað þessa barns samstöðu. Íslenska Þjóðkirkjan er evangelísk-lúthersk kirkja og sem slíkri ber henni miða erindi sitt við ritskýringu Biblíunnar. Við prestsvígslu lofar vígsluþegi að standa vörð um „æskulýðinn“, að „styðja lítilmagna og hjálpa bágstöddum“, auk þess að „rannsaka ritningarnar“ og lifa eftir þeim. Í siðfræði Gamla testamentisins er lögð áhersla á umgengni við útlendinga og í sama kafla og Jesús nam orðin „Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig“ (3M 19.18) er jafnframt að finna þá kröfu að: „Aðkomumaður, sem dvelur hjá ykkur, skal njóta sama réttar og innborinn maður. Þú skalt elska hann eins og sjálfan þig því að þið voruð aðkomumenn í Egyptalandi. Ég er Drottinn, Guð ykkar.“ Í kennslu Jesú eru börn í forgrunni, sem fyrirmyndir og sem skjólstæðingar okkar: „Leyfið börnunum að koma til mín, varnið þeim eigi því að slíkra er Guðs ríki.“ Þá er siðfræði Biblíunnar dregin saman í orðum Jakobsbréfs sem segir að: „Hrein og flekklaus guðrækni fyrir Guði föður er að vitja munaðarlausra og ekkna í þrengingum þeirra.“

Kirkjan fagnar nú gleðidögum en þeir eru haldnir í ljósi upprisuhátíðar páskanna og að undangenginni föstu, þar sem samfélög og einstaklingar eru hvött til að iðka miskunnsemi og að rækta kærleika í garð allra.

Sú fjölskylda sem nú berst fyrir velferð Oscar Anders Florez Bocanegra og hefur veitt honum skjól í þrengingum sínum, birtir með beinum hætti þá dyggðasiðfræði sem Biblían kennir. Við tökum undir þá kröfu að honum verði veitt dvalarleyfi hérlendis.

Virðingarfyllst,

Sr. Aðalsteinn Þorvaldsson, prestur í Akureyrar- og Lauglandsprestakalli.

Sr. Arna Grétarsdóttir, sóknarprestur í Reynivallaprestakalli.

Sr. Arndís G. Bernhardsdóttir Linn, Mosfellsprestakall, Mosfellsbæ.

Sr. Árni Þór Þórsson, prestur innflytjenda og flóttafólks.

Dr. Bjarni Karlsson, prestur og siðfræðingur við sálgæslustofuna Haf.

Sr. Bolli Pétur Bollason, prestur í Tjarnaprestakalli.

Sr. Bryndís Böðvarsdóttir, prestur.

Sr. Daníel Ágúst Gautason, prestur í Lindakirkju.

Sr. Edda Hlíf Hlífarsdóttir, prestur í Húnavatnsprestakalli.

Sr. Elínborg Gísladóttir, sóknarprestur í Grindavíkursókn.

Sr. Eva Björk Valdimarsdóttir, biskupsritari.

Sr. Guðmundur Örn Jónsson, sóknarprestur í Vestmannaeyjaprestakalli.

Sr. Guðný Hallgrímsdóttir, prestur fatlaðra.

Sr. Hildur Björk Hörpudóttir, við Glerárkirkju á Akureyri.

Sr. Hildur Eir Bolladóttir, sóknarprestur í Akureyrarkirkju.

Sr. Hjalti Jón Sverrisson, fangaprestur.

Sr. Jóhanna Gísladóttir, prestur í Akureyrar- og Laugalandsprestakalli.

Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir, sóknarprestur í Vídalínskirkju í Garðabæ.

Sr. Margrét Lilja Vilmundardóttir, prestur í Fríkirkjunni í Hafnarfirði.

Sr. Matthildur Bjarnadóttir, prestur í Vídalínskirkju í Garðabæ.

Sr. Oddur Bjarni Þorkelsson, prestur í Dalvíkurprestakalli.

Sr. Ragnheiður Karítas Pétursdóttir, prestur.

Dr. Sigríður Guðmarsdóttir, prófessor við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild HÍ.

Sr. Sigríður Munda Jónsdóttir, sóknarprestur í Þorlákshafnarprestakalli.

Sr. Sigrún Margrétar Óskarsdóttir, prestur og faglegur handleiðari Landspítala.

Dr. Sigurvin Lárus Jónsson, prestur í Vídalínskirkju í Garðabæ.

Sr. Sólveig Halla Kristjánsdóttir, prestur í Þingeyjarprestakalli.

Sr. Stefanía Steinsdóttir, sóknarprestur í Ólafsfjarðarprestakalli.

Sr. Toshiki Toma, prestur innflytjenda og flóttafólks.

Sr. Úrsúla Árnadóttir, prestur.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Komment


Stefán Einar og Sara Lind
Fólk

Stefán Einar og Sara Lind ganga hvor sína leið

AFP__20250422__4369262__v1__HighRes__ElSalvadorUsJusticeMigrationAbregoGarcia
Heimur

Dómari fyrirskipar endurflutning annars innflytjanda frá El Salvador

Glúmur
Fólk

Glúmur segir Íslendinga mjög skringilega tegund

Sophia Nyweide2
Heimur

Barnastjarnan Sophie Nyweide var ólétt þegar hún lést

AFP__20250424__43DA9BP__v4__HighRes__PalestinianIsraelConflict
Myndband
Innlent

Spyr Kristrúnu og Þorgerði Katrínu hvað hafi orðið um kosningaloforðin

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra
Innlent

Lætur dómsmálaráðherra heyra það vegna máls Oscars

IMG_1671
Innlent

Ármann Leifsson kjörinn forseti Röskvu

BrynjarBarkarsson6
Innlent

Brynjar úr ClubDub segir múslima komna til að „sjúga kerfið þurrt, nauðga og rífa kjaft“