
Ragnar Þór Pétursson kennari hæðist að Snorra Mássyni í færslu sem hann birti í Facebook-hópnum Skólaþróunarspjallið.
Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins mætti í Kastljósið í vikunni til að ræða gegn fyrirhuguðum breytingum á lögum, sem gefa framhaldsskólum skýra heimild til að horfa til annarra þátta en einkunna við val á nemendum inn í skólana. Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra leggur til þessar breytingar en hann hefur sagt kerfið ósanngjarnt. Þessu er Snorri Másson ósammála.
Ragnar Þór Pétursson skrifaði færslu á Skólaþróunarspjallið á Facebook, þar sem hann hæðist að röksemdum Snorra. Spyr hann meðal annars hversu stóan hluta af gjaldþrotum í hruninu væri hægt að rekja til söngleikjaáherslu Verzlunarskóla Ísland.
Hér má sjá færsluna í heild sinni.
„Þingmaður mætti í Kastljós og sagði að engum væri gerður greiði gerður að vera tekinn inn í framhaldsskóla á grundvelli nokkurs annars en einkunna. Einkunnir væru hið eðlilega viðmið enda sýni þær fram á árangur í því sem undirbúningur fyrir háskóla (les. framhaldsskólanám) snýst um.
Af því tilefni velti ég fyrir mér:
Hve mörg mannslíf ætli MR hafi á samviskunni vegna nema sem drógust inn í Morfís þegar þeir gátu verið að stúdera anatómíu?
Hve stóran hluta af gjaldþrotum í hruninu ætli megi rekja til söngleikjaáherslu Versló?
Ætli MH sé búið að borga þjóðarbúinu þá skuld að hafa verið fæðingardeild Stuðmanna?“
Komment