1
Peningar

Vinsæll prestur stofnar félag utan um lánastarfsemi

2
Heimur

Barn á sjúkrahúsi eftir drukknunarslys við hótel á Kanarí

3
Innlent

Íslensk fjölskylda í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku

4
Innlent

Margrét Löf segir ákæruvaldið hafa dregið upp ranga mynd af háttsemi hennar

5
Innlent

Bendir á líkindi milli Úkraínustríðsins og upphafs seinni heimstyrjaldarinnar

6
Innlent

Þrír menn í haldi eftir viðamikla lögregluaðgerð í Laugarneshverfi

7
Innlent

Hanna Björg skipuð í embætti

8
Innlent

Sagðist ætla að veiða þorsk í Keflavík en var dæmdur í fangelsi

9
Fólk

Höfðingjasetur með listaverk í garðinum til sölu

10
Innlent

Birgir kýldi tvo menn á skemmtistað í Reykjavík

Til baka

Rándýr lífsstíll og gjaldþrot hjá Gumma kíró

Áhrifavaldur sem dáir dýra merkjavöru í þrot með félag. Stjórnarmenn breyttu um nafn fyrir þrotið.

Gummi-kiro-1 Gummi Kíró París apríl 2025
Gummi Kíró og Lína BirgittaEngar eignir voru í þrotabúi félagsins hans en aðrir töldu sig tapa 34,5 milljónum króna. Gummi og Lína Birgitta, unnusta hans, voru í stjórn félagasins.
Mynd: Instagram / Gummi Kíró

Gummi Kíró, eða Guðmundur Birkir Pálmason, sem þekktur fyrir áhuga sinn og kaup á dýrri merkjavöru, skilur eftir sig 34,5 milljóna króna skuldir við gjaldþrot félags hans.

Gummi beitti þeirri aðferð að breyta nafni félagsins áður en það fór í gjaldþrot. Tilkynning um breytinguna fór í gegn 1. október síðastliðinn. Áður hét það Kírópraktorstöð Reykjavíkur ehf. en nýtt nafn var minna gagnsætt: GBN-2024 ehf. Undir tilkynninguna rituðu Gummi og unnusta hans, Lína Birgitta Sigurðardóttir áhrifavaldur, sem var varamaður í stjórn félagsins.

Sjá einnig: Gummi Kíró útskýrir gjaldþrotið: „Það má segja að þetta hafi byrjað í Covid“

Rúmum mánuði eftir nafnabreytinguna í vetur var félagið tekið til gjaldþrotaskipta. Félagið hafði ekki skilað ársreikningi fyrir árið 2023.

Náði ekki að greiða skatt

Gummi hefur rekið fyrirtækið, sem er á sviði hnykklækninga, undanfarin ár og kynnt það vel. Fram kemur í Lögbirtingablaðinu, eins og Vísir benti á í morgun, að gerðar hefðu verið 34,5 milljón króna kröfur í þrotabúið. Sjálfur greindi hann frá því að hann hefði sameinast annarri kírópraktorstöð.

Síðasta haust gerði hann upp gjaldþrotið í viðtali við Smartlandið á mbl.is og sagðist ekki hafa náð að greiða allan skatt af starfseminni. „Það má segja að þetta hafi byrjað í covid þar sem röð mis­staka gerði það að verk­um að það [söfnuðust] upp skuld­ir hjá fé­lag­inu. Fyr­ir­tæki fengu þann mögu­leika á að frysta greiðslur til skatts­ins eða staðgreiðslu vegna launa greiðsla sem og við nýtt­um okk­ur á sín­um tíma. Laun hjá fyr­ir­tæk­inu voru há og skuld­in hækkaði hratt. Ég náði að lækka heild­ar­skuld­ir heil­mikið niður en síðasti hjall­inn var skatt­ur­inn og á end­an­um náði ég ekki að semja við hann,“ játaði hann.

Flíkar dýrum merkjum

Gummi hefur vakið athygli síðustu ár fyrir frásagnir hans af afar dýrum smekk. Hann komst í fréttirnar fyrir þremur árum þegar hann keypti bíl sem upprunalega kostaði 13 milljónir króna, með einkanúmerið KÍRÓ, eins og kom fram í umfjöllun Smartlandsins á þeim tíma. Þetta var árið 2022, eða eftir að fjárhagserfiðleikar félagsins hans hófust. Engu að síður var bifreiðin skráð á félagið, Kírópraktorstöð Reykjavíkur.

Árið 2022 lýsti Gummi rándýrum fatasmekk sínum í viðtali við Stöð 2. Þar kom fram að uppáhaldsmerki hans væru Celine, Balenciaga og Balmain. Í gegnum tíðina hafi hann einnig verið hrifinn af Gucci og Louis Vuitton. Hann sýndi í viðtalinu nýja peysu frá Celine sem kostaði 120 þúsund krónur.

Þá lýsti hann því hvernig verslunarstjóri Gucci náði við hann góðum tengslum.

„Mér finnst skemmtilegast að versla í París. En Stokkhólmur er líka æðislegur staður til að versla. Ég bjó þar á sínum tíma og það er gaman að segja frá því að þegar ég geng inn í Gucci búðina þá kemur sá sem sér um búðina alltaf til mín og gefur mér kampavín og kaffi og við spjöllum mjög mikið og það er mjög skemmtilegt,“ sagði hann.

„Svarta beltið í að versla“

Gummi kíró instagram París
Verslar í ParísÍ síðustu viku birti Gummi Kíró mynd af sér með innkaupapoka í París undir laginu „Monní“.
Mynd: Instagram / Gummi Kíró

Þrátt fyrir gjaldþrotið og að ekki hafi tekist að greiða kröfuhöfum heldur Gummi áfram að versla. Í síðustu viku birti hann mynd af sér með innkaupapoka í París, klæddur í peysu frá Celine, með textanum: „Svarta beltið í því að versla“.

Þá birtir hann af sér myndir í Róm fyrr í vetur, auk þess að birta kynningar á ýmsum vörum.

Gummi Kíró segist hafa sameinast Líf Kíró ehf. Það er hins vegar að 100% í eigu Vignis Þórs Bollasonar kírópraktors. Hann var í fréttunum í fyrra þegar eiginkona hans, hjúkrunarfræðineminn og fegurðardrottningin Arna Ýr Jónsdóttir, sagðist hafa eytt 8-9 milljónum króna í brúðkaup þeirra hjóna og að hún sæi ekki eftir því. Brúðkaupið var haldið í veislusal Sjálands í Garðabæ, en þar varð annað en ótengd gjaldþrott upp á 780 milljónir króna sem leiddi nýlega af sér ákæru um skattsvik eiganda þess.

Sjá einnig: Gummi kíró notar frekar Tom Ford sólgleraugu en Moxen Eyewe­ar – Kosta um 70 þúsund krónur

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Chomsky, Gates og David Blaine meðal þeirra sem eru á nýjustu Epstein-myndunum
Myndir
Heimur

Chomsky, Gates og David Blaine meðal þeirra sem eru á nýjustu Epstein-myndunum

Fyrrverandi forstjóri YouTube, meðstofnandi Google og fleiri valdamiklir menn myndaðir með barnaníðingnum
Níu ökumenn handteknir eftir umfangsmikið umferðareftirlit
Innlent

Níu ökumenn handteknir eftir umfangsmikið umferðareftirlit

Birgir kýldi tvo menn á skemmtistað í Reykjavík
Innlent

Birgir kýldi tvo menn á skemmtistað í Reykjavík

Barn á sjúkrahúsi eftir drukknunarslys við hótel á Kanarí
Heimur

Barn á sjúkrahúsi eftir drukknunarslys við hótel á Kanarí

Íslensk fjölskylda í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku
Innlent

Íslensk fjölskylda í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku

Réðst á mann við fótboltavöll og stal bíl
Innlent

Réðst á mann við fótboltavöll og stal bíl

Ískaldar játningar raðmorðingjans Joanne Dennehy
Heimur

Ískaldar játningar raðmorðingjans Joanne Dennehy

Tvær konur og tveir karlar vilja verða ríkislögreglustjóri
Innlent

Tvær konur og tveir karlar vilja verða ríkislögreglustjóri

Þrír menn í haldi eftir viðamikla lögregluaðgerð í Laugarneshverfi
Innlent

Þrír menn í haldi eftir viðamikla lögregluaðgerð í Laugarneshverfi

Stebbi Hilmars segir að það megi lyfta sér upp
Menning

Stebbi Hilmars segir að það megi lyfta sér upp

Halldór dæmdur fyrir manndrápstilraun
Innlent

Halldór dæmdur fyrir manndrápstilraun

Peningar

Vinsæll prestur stofnar félag utan um lánastarfsemi
Peningar

Vinsæll prestur stofnar félag utan um lánastarfsemi

Eiginkona prestsins er með í för
Fyrrum ráðherra og fyrrum þingmaður Sjálfstæðisflokksins stofna saman fyrirtæki
Peningar

Fyrrum ráðherra og fyrrum þingmaður Sjálfstæðisflokksins stofna saman fyrirtæki

Aron úr ClubDub stofnar Legend ehf
Peningar

Aron úr ClubDub stofnar Legend ehf

500 fjölskyldur fá matarúttekt fyrir jólin
Peningar

500 fjölskyldur fá matarúttekt fyrir jólin

Prís með lægsta verðið á jólakjöti
Peningar

Prís með lægsta verðið á jólakjöti

Fálkaorðan föl á erlendri sölusíðu
Myndir
Peningar

Fálkaorðan föl á erlendri sölusíðu

Loka auglýsingu