
Rannsókn á andláti Hans Roland Löf stendur ennþá yfir að sögn lögreglunar á höfuðborgarsvæðinu en hann lést 11. apríl.
„Rannsóknin er í fullum gangi. Við erum að bíða eftir gögnum, taka skýrslur og vinna úr miklu magni af gögnum sem við höfum fengið,“ sagði Eiríkur Valberg, fulltrúi í rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, við mbl.is fyrr í dag.
Margrét Halla Hansdóttir Löf, dóttir Hans, situr í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar hefur hún játað að hafa beitt foreldrar sína ofbeldi en neitar sök í andláti föður síns.
Í viðtali við Heimildina sögðu tveir hestamenn að þeir hafi orðið vitni að ofbeldi Margrétar í garð foreldra sinna. Þannig lýsti einn sjónarvottur því að hann hefði orðið vitni að undarlegum atburðum inni í bifreið. Móðir konunnar sat þar og virtist sem dóttirin væri að reyna að faðma hana inni í bílnum. Þegar vitnið nálgaðisst bifreiðina hafi komið í ljós að dóttirin lét höggin dynja á móður sinni.
Margrét mun sitja í gæsluvarðhaldi þar til 3. júní.
Komment