
Hin meinta árás átti sér stað í KópavogiMyndin tengist fréttinni ekki beint.
Mynd: Ogkelt - Wikipedia
Í dagbók lögreglu frá því í dag er greint frá því að lögreglan hafi svarað útkalli þar sem ágreiningur kom upp hjá fjölskyldu í miðbænum.
Fólk var handtekið fyrir húsbrot í miðbænum og voru viðkomandi vistaðir í fangaklefa. Þá greindi lögreglan frá innbroti og þjófnaði í Kópavogi og þá reyndu þrjótar að brjótast inn í fyrirtæki í Hafnarfirði en tókst ekki ætlunarverk sitt.
Einstaklingur hafði samband við lögreglu og sagði frá því að annar hafi reynt að stinga sig í Kópavogi. Sá var hins vegar farinn af svæðinu þegar lögreglan mætti á svæðið og er málið í rannsókn hjá lögreglu.
Þá fékk lögreglan tilkynningu um rúðubrot í skóla í Grafarvogi og umferðaróhapp í Árbænum.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment