
Eins og fjölmiðlar greindu frá var deilibíll frá Hopp skilinn eftir í Bakkatjörn á Seltjarnarnesi í gær. Til allrar hamingju reyndist ekki mikið tjón á umhverfinu en líflegt fuglalíf er við tjörnina og er það vinsælt útivistarsvæði í bæjarfélaginu.
Sæunn Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopps, var ekki sátt við ökumanninn þegar hún ræddi við fjölmiðla um málið í gær. Þá sagði hún að sá myndi borga brúsann af þeim skemmdum sem koma í ljós og á þá væntanlega við bílinn og mögulega umhverfið. Hún minntist hins vegar ekkert á ábyrgð Hopp í þessum efnum en fyrirtækið hefur lengi verið gagnrýnt fyrir starfsemi sína. Sú gagnrýni hefur að mestu snúist um fjölda rafmagnshlaupahjóla sem liggja um alla Reykjavík á hjóla- og göngustígum og gera fólki erfitt með gang. Þá hafa djammarar slasað sjálfa sig og aðra á ferðum sínum á skútum Hopp í og úr miðbænum.
Á einhverjum tímapunkti þarf Reykjavíkurborg að stíga inn í og setja ríkari kröfur á umgengni og hegðun Hopps varðandi deilibíla og rafmagnshlaupahjólin ...
Komment