
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóriHefur verið seðlabankastjóri frá 2019.
Mynd: Háskóli Íslands
Meintur hagsmunaárekstur Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra er í skoðun hjá forsætisráðuneytinu en Heimildin greinir frá málinu.
Hinn meinti hagsmunaárekstur felur í sér að Helga Viðarsdóttir, unnusta Ásgeirs, stýrir fjárfestingarsjóði sem Seðlabankinn hefur eftirlit með. Bankinn segir að málið hafa verið metið og segir að engar vísbendingar séu uppi að Ásgeir hafi miðlað upplýsingum til Helgu eða að viðskipti hennar dragi í efa óhlutdrægni seðlabankastjóra.
Síðan þá hefur komið í ljós að sjóður Helgu, Spakur Invest, hefur fjárfest í íslenskum félögum, meðal annars Íslandsbanka og Ölgerðinni.
Í svari forsætisráðuneytisins til Heimildarinnar segir að málið sé í skoðun.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment