
Það eru fáir stjórnmálamenn eins og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þeir eru kannski tíu talsins í Evrópu og svo er einn hátt settur í Bandaríkjunum. Sigmundur er að minnsta kosti eini sem myndi fagna fimmtugsafmælinu með því að halda áfram að dreifa ótrúverðugum samsæriskenningum í fjölmiðlum. Sérstaklega um ástæður sem urðu til þess að hann þurfti að segja af sér sem forsætisráðherra þegar Alþingi og þjóðin krafðist þess eftir að upplýst var vafasöm skattamál hans.
Sigmundur endaði á því að segja af sér en hefur aldrei sýnt vott af auðmýkt síðan þá. Það segir mjög mikið um hann sem stjórnmálamann. Það getur verið gríðarlega öflugt fyrir fólk í hans stöðu að gefast aldrei upp en að sama skapi getur það verið einstaklega hættulegt. Haldi hann þessari þvermóðsku áfram munu sögubækur framtíðarinnar dæma hann harkalegar en þörf er á burt séð frá allri þeirri seiglu sem hann býr yfir ...
Komment