
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, var óheppin þegar hún tapaði naumlega formannskjöri í flokknum fyrir Guðrúnu Hafsteinsdóttur í mars með eins prósents mun.
Nú er Áslaug Arna höfð til hliðsjónar í umræðu um breytingar á leigubílamarkaði, sem hafa verið til umræðu eftir hópnauðgunarmál leigubílsstjóra og stjórnleysis á biðstöðum leigubílstjóra í kjölfar þess að leigubílaakstur var afregluvæddur.
Áslaug Arna var einn helsti stuðningsmaður nýs leigubílafrumvarps árið 2022. Hefur færsla þriggja ára gömul hennar á X verið særð upp í umræðunni, en þar segir hún: „Ég er handviss að aukið frelsi og nýsköpun mun stuðla að auknu öryggi, betri þjónustu, meiri sveigjanleika, samnýtingu og betri umferðarmenningu fyrir neytendur og ökumenn.“

Boðskapurinn þykir ekki hafa náð að passa vel við þá þróun í kjölfar laganna að Isavia hefur nú ráðið sérstakan vörð fyrir leigubílastæðið við Leifsstöð, vegna átaka leigubílsstjóra.
Ljóst þykir að í baráttu um þjóðernis- og íhaldsfylgi Sjálfstæðisflokks við Miðflokkinn mun frjálslyndi og frjálshyggja Áslaugar verða fjötur um fót.
Þó var lán í óláni að á sama tíma og umræðan gekk hæst var Áslaug Arna víðs fjarri. Hún var á draumkenndu ferðalagi í París, eins og sjá mátti á samfélagsmiðlum.
Komment