
Æfing hjá sérsveitinniMyndin tengist fréttinni ekki beint.
Mynd: Halldor KOLBEINS / AFP
Sameiginleg æfing Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sérsveitar ríkislögreglustjóra og Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins fer fram í dag samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni.
Ökutæki viðbragðsaðila kunna því að vera meira áberandi í umferðinni en ella, en æfingunni, sem fram fer á höfuðborgarsvæðinu, lýkur um hádegi. Lögreglan biður vegfarendur um að sýna skilning og þolinmæði vegna þessa, en íbúar í Hafnarfirði munu líklega helst verða varir við æfinguna.
Æfing hjá sérsveitinni
Mynd: Halldor KOLBEINS / AFP
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment