
Stefán Einar Stefánsson, fjölmiðlamaður á mbl.is, er maður margra hæfileika. Siðfræðingurinn hefur í gegnum árin verið með puttana í ýmsu og er hægt að nefna kampvíninnflutning og formennsku í VR sem dæmi um það.
Þá hefur Stefán við og við verið fenginn til að stýra pallborðsumræðum um hitt og þetta enda mjög vanur að koma fram og er þekkt nafn hérlendis. Fyrir tíu dögum stýrði Stefán einmitt slíkum umræðum fyrir Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi á ársfundi þeirra.
Meðal þeirra sem tóku þátt í umræðunum voru Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, og Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra en voru þau spurð af Stefáni um áhrif hækkandi veiðigjalda sem blaðamaðurinn fjallaði síðan nokkrum dögum síðar um eigin spurningu í vefþættinum Spursmál á mbl.is.
Vekur þessi umfjöllun Stefáns athygli í fjölmiðlastéttinni en ein elsta óskrifaða regla blaðamanna er að fjalla ekki um eigin málefni sem tengjast blaðamennsku ekki á nokkurn máta. Ekki liggur fyrir hvort allir blaðamenn Morgunblaðsins megi fjalla um sjálfan sig á þennan hátt en ljóst er að Stefán fær að leika eftir öðrum reglum en flestir þar á bæ...
Komment