
Í dagbók lögreglu frá því nótt er greint frá því að lögregla hafi verið kölluð til vegna þjófnaðar í matvöruverslun og að málið hafi verið leyst á vettvangi.
Aðili var vistaður í fangageymslu eftir að viðkomandi hafði reynt að flýja frá hótelreikningi upp á tæplega 700 þúsund. Málið er í rannsókn samkvæmt lögreglu.
Lögreglan var kölluð til vegna rafskútuslyss. Aðilinn var ölvaður og þurfti aðhlynningu sjúkraflutningamanna.
Tilkynnt var um yfirstandandi innbrot í austurbænum. Lögreglan var snögg á staðinn og er talið að þjófurinn hafi ekki haft tíma til að taka nein verðmæti.
Lögregla kom til aðstoðar vegna reiðhjólaslyss þar sem bifreið og reiðhjólamaður skullu saman. Tildrög slyssins eru ekki kunn og málið er í rannsókn.Lögregla var kölluð til vegna umferðaróhapps en þar hafði bifreið verið ekið á kyrrstæða bifreið sem var í stæði. Ekki urðu slys á fólki að sögn lögreglu.
Komment