Stjórnmálamaðurinn Zohran Mamdani hefur heldur betur náð að fanga athygli fólks á undanförnum mánuðum en Mamdani var í vikunni kjörinn borgarstjóri New York-borgar þrátt fyrir að fáir hafi vitað hver hann var fyrir fáum mánuðum síðan.
Einn þeirra sem óskar Mamdani til hamingju með sigurinn er Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur og núverandi þingmaður Samfylkingarinnar. Það gerir Dagur í færslu á samfélagsmiðlum.
„Það er full astæða til að óska Zohran Mamdani nýkjörnum borgarstjóra New York til hamingju með glæsilegan sigur og farsældar í embætti,“ skrifar Dagur. Þá vill hann einnig óska Sigurði Erni Hilmarssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokknum, til hamingju með að vera tvífari Mamdani.
„Og jafnframt að óska Sigurði Erni Hilmarssyni þingmanni Sjálfstæðisflokksins til hamingju með að vera sláandi líkur honum með þetta ræktarlega skegg!“ skrifar Dagur að lokum.


Komment