
Laugardalurinn fagriMyndin tengist fréttinni ekki beint.
Mynd: Helgi Halldórsson
Í dagbók lögreglu frá því í gærkvöldi og í nótt er greint frá því að umferðarslys hafi átt sér stað í Laugardalnum en ekki hafi neinn slasast. Málið var afgreitt á vettvangi.
Ökumaður var sektaður fyrir að leggja bifreið sinni á miðri götunni í miðbænum með hazard-ljósin á meðan hann fór með matarsendingu til viðskiptavinar.
Tilkynnt var um þjófnað úr verslun í miðbænum.
Tilkynnt var um mann með stunguáverka en talið er að maðurinn hafi veitt sér þá áverka sjálfur. Áverkarnir voru ekki taldir vera alvarlegir.
Þá voru tveir menn teknir, grunaðir að aka undir áhrifum.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment