
Sólveig Anna Jónsdóttir sendir pillu á Valdimar Leó Friðriksson í Facebook-færslu.
Valdimar Leó Friðriksson býður sig fram til forseta ÍSÍ en Sólveig Anna, formaður Eflingar bendir á í færslu á Facebook að hann sé framkvæmdarstjóri „svika-stéttarfélagsins“ Virðingar.
„Valdimar Leó lætur það ekki fylgja tilkynningunni um framboð til forseta ÍSÍ að hann er framkvæmdastjóri svika-stéttarfélagsins Virðingar, sem stofnað var af atvinnurekendum í SVEIT í þeim eina tilgangi að lækka laun verkafólks í veitingageiranum og hafa af þeim mörg mikilvægustu réttindi launafólks.“
Bendir hún einnig á að Valdimar Leó hafi nýlega verið í fréttum vegna rannsóknar Samkeppniseftirlitsins.
„Síðast þegar Valdimar Leó var í fréttum var tilefnið rannsókn Samkeppniseftirlitsins á SVEIT og Virðingu, sem að Valdimar kallaði "eitthvað klór út í loftið“.“
Sólveig Anna endar færsluna á kaldhæðni:
„Virkilega flottur strákur í leit að vel launaðri innivinnu...“
Komment