1
Innlent

Konan sem rændi kettinum Diego í átökum við afgreiðslukonu

2
Peningar

Slæmar fréttir fyrir fólk með verðtryggð lán

3
Heimur

Ungur bílstjóri olli dauða þriggja vina sinna

4
Innlent

Nær allar sundlaugar borgarinnar lokaðar í sumar

5
Innlent

Harmar „slæma upplifun“ Írisar Vönju á viðbrögðum lögreglunnar

6
Pólitík

Reykjavíkurborg vísar á bug frétt Morgunblaðsins

7
Skoðun

Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki

8
Pólitík

Miklar breytingar á stjórn RÚV

9
Menning

VÆB sigurstranglegri en áður

10
Heimur

Líffæri fjarlægð úr líki úkraínskrar blaðakonu áður en það var afhent

Til baka

Sólveig tókst á við móður trans barna

Sólveig Anna Jónsdóttir
Mynd: Róbert Reynisson

Klofningur vinstri manna varð að veruleika enn einu sinni með því að Sólveig Anna Jónsdóttir sagði sig úr Sósíalistaflokki Íslands með pompi og prakt í spjallþræði flokksins.

Nú vill hún stofna nýjan flokk fyrir verkamenn.

Kornið sem fyllti mæli Sólveigar Önnu var andsvar konu, sem gagnrýndi hana fyrir að andúð hennar á „woke“ væri í stíl við boðskap „fasista“, en þar vísaði konan til aðgerða og orða Donalds Trump og fylgisfólks hans. Við svo búið sagðist Sólveig Anna hafa orðið fyrir hatri.

Sjálf hafði Sólveig Anna sagt „woke“ vera „óþolandi“ í spjallþætti á Samstöðinni, áður en rithöfundurinn Hallgrímur Helgason sagði hana þar með „tala bara eins og Trump“.

Deiluaðili Sólveigar Önnu að þessu sinni, María Pétursdóttir, frambjóðandi Sósíalistaflokksins í öðru sæti í Reykjavík norður, er hins vegar með ríka persónulega ástæðu til þess að óttast að gagnbylgja myndist gegn woke-hugmyndafræðinni, sem snýr að því að verja rétt allra minnihlutahópa og gangast við því að samfélagið vinni oft kerfisbundið gegn þeim.

Í viðtali við Mannlíf árið 2021 sagði María frá því að hún á tvö börn sem bæði eru trans fólk. „Börnin mín eru bæði trans börn. Þau ólust upp í miklu hinsegin samfélagi þannig lagað sem hefur kannski gefið þeim einhvern kraft til að koma út og vera þau sjálf,“ sagði hún. „Ég bjó með konu um tíma þegar eldra barnið mitt var að alast upp. Og margar mínar bestu vinkonur eru hinsegin. Ég skilgreini sjálfa mig sem PAN sexual. Svo eru tvær intersex frænkur í ættinni svo það er gengið nær árlega með Gleðigöngunni.“

Þar sem spjót Trumps hafa sérstaklega beinst gegn trans fólki í anti-woke herferð hans er ákvörðun Sólveigar Önnu að skera upp herör gegn woke ekki bara hugmyndafræðileg umræða, heldur spurning um að verja fjölskyldumeðlimi.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Komment


Віка-Рощина
Heimur

Líffæri fjarlægð úr líki úkraínskrar blaðakonu áður en það var afhent

Vesturbæjarlaug
Innlent

Nær allar sundlaugar borgarinnar lokaðar í sumar

Heiða Björg borgarstjóri
Pólitík

Reykjavíkurborg vísar á bug frétt Morgunblaðsins

81779419_822972801498082_5559865054620688400_n
Heimur

Minningarmálverk af Kobe og Gigi Bryant skemmt með veggjakroti

Heimir Már Pétursson
Pólitík

Miklar breytingar á stjórn RÚV

494238459_10162385426232964_1045639532629654083_n
Innlent

Kristinn Hrafnsson hitti Lula og Assange í Róm

VÆB
Menning

VÆB sigurstranglegri en áður

Eyvör netöryggi
Pólitík

Hrafnkell nýr stjórnarformaður Eyvarar