
Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri á í vök að verjast þar sem kemur að leiðtogasætinu hjá Samfylkingu. Skoðanakannanir sýna slakt fylgi hennar og vantrú er ríkjandi um að hún nái að draga að fylgi.
Hermt er að Kristrún Frostadóttir formaður og valdakjarninn í kringum hana vilji nýjan og ferskari leiðtoga til að tryggja yfirráðin yfir borginni. Meðal þeirra sem hugsa sér gott til glóðarinnar er knattspyrnumaðurinn Pétur Marteinsson sem sagði fréttamönnum RÚV að lagt væri að honum að taka slaginn.
Leiðtogasætið er þó sýnd veiði en ekki gefin.
Heiða Björg sækir fylgi sitt ekki síst til þess arms Samfylkingar sem kennt er við Jóhönnu Sigurðardóttur, fyrrverandi forsætisráðherra. Eiginmaður Heiðu er Hrannar B. Arnarsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Jóhönnu og einn helsti hugmyndafræðingurinn að baki kosningasigrum Jóhönnu. Víst er að rykið verður dustað af kappanum og kosningavél hans til að verja vígi Heiðu. Loks er talið að Dagur B. Eggertsson, alþingismaður og fyrrverandi borgarstjóri, sé í baklandi borgarstjórans ...
Komment