
Kona í sólbaði á AusturvelliMikið líf er í miðbæ Reykjavíkur vegna góðs veðurs.
Mynd: Víkingur
Það er varla Íslendingur sem situr inni þegar veðrið er gott, enda fátt sem við elskum meira en sólardaga á sumrin.
Blíðviðri er í dag á höfuðborgarsvæðinu og spáð er að hiti nái upp í 24 gráður. Öll útisvæði á veitingarstöðum og krám hafa nánast fyllst og sjá má fólk viðra sig á bekkjum og í sólbaði á grasinu á Austurvelli. Það virðist ekki stoppa fólk að það sé einungis mánudagur.
Veðrið er alls ekki verra hjá landsbyggðinni með 25 gráðum á Egilsstöðum, 17 gráðum á Akureyri og 18 gráðum á Ísafirði samkvæmt veðurathugunum Veðurstofunnar.
Útlit er fyrir góðu veðri aftur á morgun á öllum landshlutum.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment