Rík tengsl eru milli Morgunblaðsins, sem er stærsta fréttaritstjórn landsins, og Sjálfstæðisflokksins. Dæmi eru um að blaðamenn sem fjalla um stjórnmál séu um leið fyrrverandi eða núverandi virkir meðlimir í flokknum.
Útgáfufélag Morgunblaðsins rekur um leið einu dagblaðaprentsmiðju og -dreifingu á Íslandi.
Siðfræðingur sem Mannlíf ræddi við segir að blaðið sé „einhvers konar upplýsingaveita lobbýista og lögmanna tiltekinna viðskiptamanna.“ Hann segir ekki ríkja fullt gagnsæi um hagmsunagæslu blaðsins.
Mannlíf hafði samband við nokkra blaðamenn blaðsins og ritstjóra þess til að spyrja þá um tengsl þeirra við Sjálfstæðisflokkinn og áform þeirra um hugsanlegan framgang innan hans.
Pólitísk deila um sjálfstæði fjölmiðla
Frá því ný ríkisstjórn tók við í lok síðasta árs hefur skapast mikil umræða um fjölmiðla í landinu og þá sérstaklega Morgunblaðið, bæði úti í samfélaginu og inn á Alþingi. Sú umræða hefur að einhverju leyti snúist um tengsl blaðsins við Sjálfstæðisflokkinn.
Sumir stuðningmenn og þingmenn Flokks fólksins telja blaðið vera að vinna í þágu í auðmanna og gegn almannahagsmunum í landinu og hafa rætt slíkt á opinberum vettvangi.
Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, gagnrýndi fjölmiðilinn harkalega í ræðu sinni á aðalfundi Flokks fólksins sem haldinn var í febrúar á þessu ári.
„Málgagn auðmanna landsins hefur hamast á okkur með útúrsnúningum og hálfsannleik. Flokkurinn hefur verið sakaður um þjófnað og óheiðarleika og vísvitandi blekkingar. Sjálfstæðisflokkurinn og þrír aðrir flokkar sem voru mislengi að átta sig á skráningarmálum sínum hafa aftur á móti látnir í friði af málgagninu,“ sagði Inga og vísaði þar í umfjöllun Morgunblaðsins um styrkjamálið svokallaða.

Fyrr í sama mánuði sagði Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins, að endurskoða ætti …
Komment