Það er ekki á hverjum degi sem hægt er að kaupa íbúð sem stjörnulögfræðingur á en það er hægt núna. Oddur Ástráðsson, einn af eigendum Réttar og fyrrum fréttamaður, hefur ákveðið að selja íbúð sína á Hraunteigi.
„Hér er gott að búa og Laugarnesið besta hverfi bæjarins. Þá var ansi margt sem ég gerði og græjaði til að gera hana fína. Til dæmis glænýtt og fínt baðherbergi,“ skrifaði Oddur eign sína á samfélagsmiðlum
Það verður varla styttra í sund en þetta en íbúðin er fáránlega nálægt Laugardalslaug. Íbúðin samanstendur af þremur svefnherbergjum, rúmgóðri stofu og borðstofu í opnu rými, eldhúsi, baðherbergi og geymslu og er 106,6 fm á stærð.
Oddur vill fá 89.700.000 krónur fyrir íbúðina.
Fyrirvari um hagsmuni: Oddur Ástráðsson situr í stjórn Sameinaða útgáfufélagsins ehf. sem á Mannlíf.


Komment