
Ljósmyndir, nöfn og heimilisföng manna eru birt á íslenskum spjallgrúppum á samskiptaforritinu Telegram og þeir sagðir barnaníðingar. Fordómar gagnvart samkynhneigðum eru áberandi í einum spjallhópnum.
Fjölmiðlar hafa fjallað töluvert um tálbeituhóp sem hefur beitt sér gegn meintum barnaníðingum með því að þykjast vera 14 ára stúlka á Snapchat og ræða við fullorðna menn. Í hópum á Telegram sem fjalla um skipulagningu slagsmála og meinta barnaníðinga eru meðal annars umræður um að tilkynna samkynhneigð pör til barnaverndar, svo barn þeirra verði tekið af þeim.
Tálbeituhópur er talinn viðriðinn andlát manns frá Þorlákshöfn sem lést á sjúkrahúsi eftir að hafa fundist nær dauða en lífi á göngustíg í Gufunesi á dögunum.
Telegram-rásirnar
Mannlíf hefur undir höndum skjáskot af samskiptum Íslendinga sem spjalla saman í spjallhópunum „Barnaperrar og nauðgarar“ og „Bardaga Hópurinn“ á Telegram en þar eru birtar ljósmyndir, nöfn og heimilisföng meintra barnaníðinga og í sumum tilfellum samskipti þeirra við tálbeitur á samfélagsmiðlum.
Listi sem sagður er sýna nöfn og tölvupóstföng virkra notenda hinnar alræmdrar síðu, þar sem algengt er að notendur birti hefndarklám, og efni með ólögráða stúlkum, hefur meðal annars birst í Telegram-hópnum Bardaga Hópurinn. Stjórnendur hópsins lýsa honum sem hóp sem er ætlað að „skipuleggja slagsmál, posta myndböndum og selja vopn.“ Tekið er þó skýrt fram að fíkniefnaauglýsingum verði hent út úr hópnum. Umræður um meinta barnaníðinga er mjög áberandi í hópnum en þar veigrar fólk ekki við því að nafngreina menn og ekki nema í sumum tilfellum leggur það fram skjáskot af samskiptum þeirra við börn undir lögaldri.

Trans konan Candice Aþena Jónsdóttir er mikið tekin fyrir í hópnum en hún steig fram í viðtali í DV í febrúar síðastliðnum þar sem hún sagði frá ítrekuðu áreiti og …
Komment