
Starfsmaður var sleginn í bringunaHópurinn á bak og burt þegar lögreglan mætti á svæðið
Mynd: Reykjavíkurborg
Um 20 manna ungmennahópur var með ólæti í anddyri Laugardalslaugar í gærkvöldi samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Samkvæmt henni var hópurinn ekki á leiðinni í sund heldur inni að „veipa“ og með almenn leiðindi við starfsfólk. Starfsmaður laugarinnar gerði ítrekaðar tilraunir til að vísa hópnum út en í síðustu tilraun sló ein stúlkan í hópnum starfsmanninn einu sinni í bringuna. Starfsmaðurinn var ekki með neinar kröfur að sögn lögreglu.
Hópurinn var á bak og burt þegar lögregla kom á staðinn. Að sögn starfsmannsins var þetta þekktur krakkahópur sem hefur vanið komur sínar við hina helstu verslunarkjarna borgarinnar.
Komment