1
Pólitík

Segir Guðrúnu vilja reka Hildi Sverrisdóttur sem þingsflokksformann

2
Peningar

Hneykslast á verðmun á Íslandi og Danmörku

3
Heimur

Karlmaður lést eftir sýruárás

4
Fólk

Sól kveður Kleppsveg

5
Heimur

18 ára íþróttamaður lét lífið í hörðum árekstri

6
Innlent

Þórdís yfirgefur Sýn

7
Fólk

Stórleikarinn Pedro Pascal á Íslandi

8
Heimur

Ísraelskir hermenn skellihlæja að kynjaafhjúpun í sprengingu

9
Pólitík

Halla, Þorgerður og Alma fara til Svíþjóðar

10
Heimur

Lögreglan kom í veg fyrir sprengjuárás á stórtónleikum Lady Gaga

Til baka

Thelma Lind og Óskar fengu fyrsta barnaboxið frá Bónus

Nýbakaðir foreldrar fá gjöf frá stórfyrirtækinu

Thelma Lind tekur við boxi
Thelma Lind tekur við barnaboxinuGagnast öllum nýjum foreldrum
Mynd: Bónus

Barnabónus er nýtt verkefni sem Bónus hleypti af stokkunum í apríl 2025 til að styðja við bakið á barnafjölskyldum en það voru þau Thelma Lind Jóhannsdóttur og Óskar Bjarnason sem tóku við fyrsta boxinu.

„Viðtökurnar hafa verið hreint ótrúlegar en um 3000 umsóknir hafa borist. Vegna fjölda umsókna þá afhendum við umsóknir eftir fæðingardegi barns. Við erum að klára að afhenda þeim sem eignuðust barn fyrstu þrjá mánuði ársins. Við höldum svo áfram að vinna á umsóknir sem berast og miðum afhendingar við settan fæðingardag,“ segir Pétur Sigurðsson, verkefnastjóri Barnabónus.

Allt í allt gerir Bónus ráð fyrir að gefa um 5.000 Barnabónusbox á þessu ári samkvæmt tilkynningu frá fyrirtækinu. Sjálfboðaliðar munu pakka þúsund gjöfum til viðbótar í þessari viku en sjálfboðaliðarnir gefa vinnu sína til styrktar Gleym mér ei.

Hugmyndin að Barnabónus kemur upprunalega frá Finnlandi en barnaboxið þar í landi hefur verið eitt af þekktustu og áhrifaríkustu félagslegu verkefnum Finna frá því fyrir miðja 20. öld. Finnska ríkið kom barnaboxinu á fót árið 1938 til að styðja við nýja foreldra og draga úr fátækt. „Okkar Barnabónus er hugmynd af svipuðum toga, því okkur er annt um viðskiptavini og velferð þeirra,“ segir Pétur.

„Við hvetjum foreldra til að sækja einungis um eitt box fyrir hvert barn og það myndi flýta fyrir ferlinu ef einungis foreldrar sækja um en ekki skyldmenni.“

barnabox bónus
Ýmislegt í kassanumBangsi, bleyjur og tannkrem meðal annars
Mynd: Bónus
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Komment


AFP__20250505__44J22U8__v4__HighRes__TopshotBritainRoyalsWwiiHistoryAnniversary
Heimur

Bretland hefur fjögurra daga hátíðahöld til að minnast 80 ára frá lokum síðari heimsstyrjaldar

Grikkland hlaupahjól
Heimur

Borgarstjóri Aþenu segir rafhlaupahjól vera til ama

Shirley Manson
Heimur

Söngkona Garbage kallar þjóðarmorð Ísraela „viðbjóðslegasta glæp aldarinnar“

Capture
Heimur

18 ára íþróttamaður lét lífið í hörðum árekstri

Viðbjóður
Myndband
Heimur

Ísraelskir hermenn skellihlæja að kynjaafhjúpun í sprengingu

Halla Tómasdóttir forseti Íslands
Pólitík

Halla, Þorgerður og Alma fara til Svíþjóðar