
Gavia-kafbáturinnHinn ómannaði kafbátur mun efla eftirlit við strendur landsins.
Mynd: Landhelgisgæslan
Kafbáturinn sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi í morgun, er af gerðinni Gavia og verður ætlað að efla eftirlit með sæstrengjum við Ísland og hafnir landsins.
Samkvæmt upplýsingum Landhelgisgæslunnar, er kafbáturinn í uppfærslu eins og er. Á fundinum kynnti Þorgerður Katrín grunn að nýrri varnarstefnu Íslands en fyrir utan kafbátinn, verður eftirlit með netárásum eflt, örugg fjarskipti bætt og ráðist í kaup á búnaði til að nema og stöðva ólöglega dróna.
Komment