Í dagbók lögreglunar á höfuðborgarsvæðinu frá því í gærkvöldi og í nótt er greint frá því að tilkynnt hafi verið um manneskju sem var sofandi í hengirúmi á safni í miðborginni. Lögreglan mætti og vakti viðkomandi og rak í burtu.
Tilkynnt var um einstakling í annarlegu ástandi að reyna að brjóta sér leið inn á stofnun í miðborginni. Aðilinn var handtekinn og vistaður í fangaklefa.
Yfirstandandi innbrot á veitingastað í miðbænum var tilkynnt til lögreglu.. Einn aðili ennþá inni þegar lögreglu bar að. Hann var handtekinn og vistaður í fangaklefa.
Lögreglan handtók mann sem var að brjótast í bát.
Ökumaður bifreiðar var handtekinn eftir að hafa stungið lögreglu af. Ökumaðurinn stöðvaði bifreiðina að lokum en tók þá á rás hlaupandi og faldi sig. Hann fannst stuttu síðar og var hann vistaður í fangaklefa.


Komment