
Keflavíkurflugvöllur
Mynd: Víkingur
Í gær var þremur erlendum ríkisborgurum frávísað á Keflavíkurflugvelli við komuna til landsins en þetta kemur fram í stuttri tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum.
„Öll höfðu þau komið við sögu lögreglu áður og því ákveðið að frávísa þeim á grundvelli allsherjarreglu,“ segir meðal annars í tilkynningunni.
Ekki er upplýst af lögreglu hvaðan fólkið var að koma eða hvers lensk þau eru.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment