Þrjár hákarlaárásir á stuttum tíma hafa valdið óhug hjá ferðamönnum og íbúum Sydney en árásirnar áttu sér stað á sama sólarhringnum.
12 ára drengur var fyrsta fórnarlambið og varð hann fyrir árás eftir að hafa stokkið af klettabrún út í sjó nálægt Sydney á sunnudag. Eftir að drengurinn var bitinn stukku nokkrir vinir hans út í sjóinn á eftir honum og syntu með hann aftur í land en greint hefur verið frá því að hann hafi misst báða fætur.
Í dag slapp 11 ára brimbrettadrengur naumlega við alvarleg meiðsl þegar hákarl tók risastóran bita úr brimbretti hans. Það var þó ekki síðasta árásin í dag því brimbrettamaður um tvítugt slasaðist alvarlega þegar hákarl beit í annan fót hans, að því er News Corp Australia greinir frá. Sumir fjölmiðlar í Ástralíu hafa greint frá því að maðurinn sé í lífshættu.
Árásirnar áttu sér stað þrátt fyrir öryggisnet á hverjum stað samkvæmt ABC News. Öllum ströndum í norðurhluta Sydney hefur verið lokað af yfirvöldum.
#DTTV: A man is fighting for life after a shark attack while surfing off North Steyne near Manly - the third attack in Sydney in just over 24 hours . The surfer, in his 20s, was dragged unconscious from the water. SEE THE LATEST ▶️ https://t.co/FbjOWtxsPf pic.twitter.com/CVqZgaoZ6Z
— The Daily Telegraph (@dailytelegraph) January 19, 2026


Komment