
Alexios Charavgias og Rafall Bazionis hafa báðir verið sakfelldir fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot í Héraðsdómi Reykjaness en dómurinn var birtur á vefsíðu dómstólsins fyrr í dag.
Í honum er sagt frá því að mennirnir tveir hafi smyglað tæplega tveimur kílóum af kókaíni með 56-62% styrkleika til landsins þann 30. nóvember 2024 í tösku Bazionis. Flugu til þeir til landsins frá Frankfurt í Þýskalandi.
Bazionis játaði fyrir dómi að hafa flutt inn efnin en neitaði að Charavgias hafi komið nálægt því og krafðist Charavgias sýknu á þeim forsendum. Dómurinn taldi hins vegar að sannað hafi verið yfir skynsamlegan vafa að Charavgias hafi verið samverkamaður Bazionis.
Þeir voru því báðir dæmdir í fangelsi til tveggja ára og fjögurra mánaða. Þá þurfa þeir að greiða sakarkostnað og þóknun verjanda sinna.
Komment