1
Fólk

Ragga nagli varar við „földum faraldri“

2
Pólitík

Inga Sæland flaug á fyrsta farrými á EM

3
Innlent

MAST hvetur fólk til að farga grænmetisbollum og buffi

4
Innlent

Bubbi tekur forseta Alþingis og Viðreisn á beinið

5
Fólk

Stjörnulögmaður fær nýja vinnu

6
Innlent

Tveir fluttir á bráðamóttöku eftir slys

7
Innlent

Helgi neitar að hafa brotið kynferðislega gegn barni en játar á sig vændiskaup

8
Fólk

Glúmur fagnar hopi jökla

9
Heimur

Nítján ára áhrifavaldur skotinn til bana í Íran

10
Pólitík

„Heldur Jens Garðar virkilega að það ástand sem ríkir í Palestínu sé friður?“

Til baka

Tveir fluttir á bráðamóttöku eftir slys

Sjúkrabíll
Sex gistu fangageymslu lögreglu120 mál komu á borðið
Mynd: Víkingur

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti fjölbreyttum verkefnum í dag, meðal annars vegna fjölda þjófnaðarmála, umferðarlagabrota og einstaklinga í annarlegu ástandi.

Tilkynnt var um þjófnað á skráningarmerki ökutækis sem og þjófnað á munum á byggingarsvæði. Þá var lögregla kölluð til vegna þjófnaðar úr nokkrum verslunum. Í einu tilviki voru fimm einstaklingar staðnir að verki og reyndu tveir þeirra að flýja án árangurs. Við nánari athugun kom í ljós að hópurinn er grunaður um skipulagða þjófnaði í fleiri verslunum. Allir voru handteknir og vistaðir í fangaklefa vegna rannsóknar málsins.

Lögregla þurfti einnig að hafa afskipti af óvelkomnum aðilum, meðal annars á heimili og annars staðar, auk þess sem kallað var eftir aðstoð vegna ógnandi viðskiptavinar sem olli eignaspjöllum í verslun.

Í umferðinni stöðvaði lögregla bifreið með eftirvagn eftir að farmur fauk úr vagninum og lenti meðal annars á annarri bifreið. Í ljós kom að ökumaðurinn hafði ekki tilskilin réttindi til að draga eftirvagn og var vettvangsskýrsla rituð. Annar ökumaður er grunaður um að hafa ekið á 134 km/klst. þar sem hámarkshraði er 80 km/klst., auk þess að vera undir áhrifum fíkniefna og aka sviptur ökuréttindum. Hann reyndi einnig að framvísa skilríkjum annars manns. Þá er einn ökumaður grunaður um ölvunarakstur, þó undir refsimörkum.

Karlmaður var sektaður eftir að hafa kastað af sér þvagi á lögreglustöðina við Hverfisgötu, en öryggismyndavélar náðu athæfinu á upptöku.

Lögregla handtók einnig mann sem gekk berserksgang á hóteli og er grunaður um eignaspjöll og vörslu fíkniefna. Annar karlmaður, sem var í annarlegu ástandi og hafði skallað ljósastaur, var fluttur á bráðamóttöku og er jafnframt grunaður um vopnalagabrot.

Að auki var skráningarmerki fjarlægt af bifreið þar sem vátrygging hafði ekki verið greidd, og maður var fluttur á bráðamóttöku eftir að hafa fallið niður stiga. Málin eru flest til rannsóknar hjá lögreglu.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Að minnsta kosti 11 látnir í hörðum árekstri vörubíls og smárútu
Heimur

Að minnsta kosti 11 látnir í hörðum árekstri vörubíls og smárútu

Átta voru fluttir alvarlega slasaðir á sjúkrahús
Embla Bachmann tilnefnd til verðlauna
Menning

Embla Bachmann tilnefnd til verðlauna

35 ára karlmaður dæmdur fyrir að skemma bíl
Innlent

35 ára karlmaður dæmdur fyrir að skemma bíl

15 ára piltur játaði morð á 12 ára dreng í Birmingham
Heimur

15 ára piltur játaði morð á 12 ára dreng í Birmingham

Illugi lýsir augnabliki fegurðar í heita pottinum
Fólk

Illugi lýsir augnabliki fegurðar í heita pottinum

Stjörnulögmaður fær nýja vinnu
Fólk

Stjörnulögmaður fær nýja vinnu

Inga Sæland flaug á fyrsta farrými á EM
Pólitík

Inga Sæland flaug á fyrsta farrými á EM

Bubbi tekur forseta Alþingis og Viðreisn á beinið
Innlent

Bubbi tekur forseta Alþingis og Viðreisn á beinið

Jóhann hleypir aðdáendum á bakvið tjöldin
Myndband
Menning

Jóhann hleypir aðdáendum á bakvið tjöldin

„Heldur Jens Garðar virkilega að það ástand sem ríkir í Palestínu sé friður?“
Pólitík

„Heldur Jens Garðar virkilega að það ástand sem ríkir í Palestínu sé friður?“

Glæsilegt einbýlishús með sjávarútsýni á Seltjarnarnesi til sölu
Myndir
Fólk

Glæsilegt einbýlishús með sjávarútsýni á Seltjarnarnesi til sölu

Innlent

Tveir fluttir á bráðamóttöku eftir slys
Innlent

Tveir fluttir á bráðamóttöku eftir slys

MAST hvetur fólk til að farga grænmetisbollum og buffi
Innlent

MAST hvetur fólk til að farga grænmetisbollum og buffi

35 ára karlmaður dæmdur fyrir að skemma bíl
Innlent

35 ára karlmaður dæmdur fyrir að skemma bíl

Bubbi tekur forseta Alþingis og Viðreisn á beinið
Innlent

Bubbi tekur forseta Alþingis og Viðreisn á beinið

Fórnarlamb flutt á slysadeild eftir árás
Innlent

Fórnarlamb flutt á slysadeild eftir árás

Loka auglýsingu