
Þrjú mál sem tengjast fyrrverandi starfsmanni leikskólans Múlaborgar hafa borist embætti héraðssaksóknara. Tvö þeirra voru felld niður þar sem þau þóttu ekki líkleg til sakfellis, en í þriðja málinu hefur verið gefin út ákæra. Þetta kemur fram í frétt RÚV.
Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Maðurinn, sem er á þrítugsaldri, er ákærður fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn stúlku í leikskólanum. Hann játaði sök að hluta en neitaði að hluta fyrir dómi.
Samkvæmt upplýsingum frá Sigurði Ólafssyni, saksóknara hjá embætti héraðssaksóknara, voru mál tveggja annarra barna einnig send til ákærusviðs en felld niður. Fleiri mál hafa ekki borist embættinu, þar sem lögregla ákvað að hætta rannsókn þeirra.
Maðurinn var handtekinn í ágúst, grunaður um brot gegn barni, og hefur lögregla síðan skoðað hugsanleg brot gegn fleiri en tíu börnum.

Komment