Ungur maður sem starfaði sem flugvallarstarfsmaður lést í kjölfar alvarlegs slyss á flugbrautinni á Gran Canaria-flugvellinum en greint er frá andlátinu í spænskum fjölmiðlum.
Atvikið átti sér stað síðdegis á þriðjudag þegar bíll með farangri farþega, sem hann ók, lenti í árekstri við annan sambærilegan bíl sem stóð kyrr á flugbrautinni. Sagt er frá því fjölmiðlum að maðurinn hafi aðeins verið 21 árs gamall.
Samkvæmt fyrstu upplýsingum hlaut starfsmaðurinn alvarlegt högg á brjóstkassa. Honum var veitt læknisaðstoð á vettvangi af læknateymi flugvallarins og var fluttur á sjúkrahús. Þrátt fyrir bráðaaðgerð lést hann nokkrum klukkustundum síðar.
Maðurinn starfaði hjá spænsku fyrirtæki sem veitir þjónustu fyrir nokkur flugfélög og hafði að sögn verið í starfinu síðan í nóvember.
Yfirvöld hafa hafið rannsókn á málinu.


Komment