
Vinstrihreyfingin grænt framboð er stjórnmálaflokkur sem virðist vera endanlega farinn á ruslahaug sögunnar ef marka má uppgjafarorð Svandísar Svavarsdóttur í útvarpsþættinum Sprengisandi í gær. Formaðurinn gaf til kynna að flokkurinn muni mögulega fara í samstarf með öðrum stjórnmálahreyfingum bjóði hann yfirhöfuð fram í komandi kosningum. Ekki virðist vera mikið eftir af prinsippum þar á bæ lengur.
Það er í raun synd og skömm eftir kröftugan pistil sem Svandís skrifaði um áramótin til flokksmanna þar sem hún sagðist hafa skýra sýn á framhaldið. Þá er einnig óheppilegt fyrir hana að vera útfararstjóri flokksins í ljósi þess að Svandís var langbesti ráðherra ríkisstjórnarinnar í hlutverki sínu sem heilbrigðisráðherra yfir COVID-tímabilið. Þegar meðráðherrar hennar vildu leyfa peningaöflum að ákveða um heilsufar þjóðarinnar ákvað hún frekar að hlusta á vísindamenn ...
Komment