1
Minning

Lárus Björn Svavarsson lést í dag

2
Innlent

Maður fluttur með sjúkrabíl eftir árás leigubílstjóra

3
Peningar

Heiðrún Lind svarar Jóni Gnarr fullum hálsi

4
Pólitík

„Sjálfstæðismenn hafa sig nú að fíflum dag eftir dag í pontunni“

5
Heimur

Vítisenglar syrgja fallinn félaga

6
Innlent

Páll sakar Hafþór Rúnar um þjófnað

7
Innlent

Tvær konur handteknar vegna heimilisofbeldis

8
Peningar

Hagfræðingur SFS sagður í blekkingarleik

9
Heimur

48 ára maður dreginn af rafhlaupahjóli og barinn til bana

10
Heimur

Þúsundir Ísraela mótmæla í Tel Aviv

Til baka

Útvarpsstjóri tók við undirskriftarlista þeirra sem vilja sniðganga Eurovision

„Tími orðaflaums er liðinn. Tími aðgerða er runninn upp.“

Mynd-3
Frá afhendingunni.Stefán tekur á móti textaverki eftir Lóu Hjálmtýrsdóttur.
Mynd: Aðsend

Stefán Eiríksson útvarpsstjóri RÚV tók á móti undirskriftarlista þeirra sem vilja að Ríkisútvarpið dragi Ísland út Eurovision, verði Ísrael ekki vikið úr keppninni.

Fyrr í dag 12. maí afhenti listamaðurinn Lóa Hjálmtýsdóttir Stefáni Eiríkssyni útvarpsstjóra RÚV undirskriftalista sem hún er jafnframt ábyrgðarmaður fyrir. Undirskriftalistinn er sá listi sem í dag er með stærstan fjölda undirskrifta á Íslandi en 5.600 manns hafa skrifað undir listann. Opið verður fyrir undirskrift á listann til miðnættis í kvöld. Þá afhenti Lóa útvarpsstjóra einnig textaverk eftir hana.

Hér má sjá textann sem Lóa las fyrir Stefán við afhendingu undirskriftalistans:

„Við undirrituð förum fram á að RÚV dragi Ísland úr Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, verði Ísrael ekki vísað úr keppni.

Um 5.600 manns skrifa undir þetta ákall. Hver undirskrift á listanum stendur því fyrir 10 mannslíf sem hafa glatast í hernaðaraðgerðum Ísraels á Gaza.

Andstaða þjóðarinnar við þátttöku Ísraels er mikil:

  • Utanríkisráðherra hefur lýst því yfir í fjölmiðlum að henni þyki óeðlilegt að Ísrael fái að taka þátt.
  • Fjöldi íslenskra listamanna er á meðal rúmlega sjötíu fyrrum Eurovision-keppenda sem hafa sent opið bréf til Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva þar sem þeir krefjast þess að Ísrael verði útilokað frá keppninni.
  • Félag tónskálda og textahöfunda stendur enn fast við sína áskorun um að RÚV sniðgangi Eurovision ef Ísrael verður með.
  • Annað árið í röð hefur FÁSES, Félag áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, ekki haldið opinbera viðburði í tengslum við Eurovision vegna þátttöku Ísraels. Þá er mikið sagt.

Ísraelski ríkisfjölmiðillinn Kan hefur ítrekað birt efni sem lofar ofbeldi og eyðileggingu hernaðaraðgerðanna og afmennskar Palestínumenn. Þá fjármagna ísraelsk stjórnvöld markaðssetningu Eurovision-framlaga Kan á samfélagsmiðlum.

Þar sem Samband evrópskra sjónvarpsstöðva og Eurovision leggja áherslu á sjálfstæði, óhlutdrægni og fjölbreytileika, er það skylda allra sjónvarpsstöðva sem eiga aðild að sambandinu að standa vörð um þau gildi. Þegar einn aðili ógnar þessum gildum, ber öðrum að bregðast við.

Við sjáum því miður að orð duga skammt. Þrátt fyrir að ríkisfjölmiðlar fjögurra landa – Írlands, Spánar, Slóveníu og Íslands – hafi ýmist kallað eftir umræðu innan sambandsins um þátttöku Kan eða lýst yfir andstöðu gegn henni, hefur sambandið virt að vettugi þessar beiðnir eða dregið viðbrögð á langinn, og stendur enn þétt við bakið á Kan.

Við hvetjum RÚV til að krefjast þess að sambandið taki á brotum Kan og tryggi að Eurovision haldi áfram að vera vettvangur sem endurspeglar þau gildi sem keppnin stendur fyrir.

Hafa ber í huga að það er sterk pólitísk afstaða að standa hjá og gera ekkert, að láta eins og við séum valdalaus andspænis mannúðarkrísu sem þessari. Við teljum það siðferðislega skyldu okkar að gera allt sem í okkar valdi stendur til að stuðla að því að fulltrúar Ísraels fái ekki að hvítþvo sig með keppninni og deila sviði með öðrum keppendum. Við gerum þá kröfu að RÚV hlusti á ákall okkar og nýti dagskrárvald sitt í þágu friðar og mannréttinda.

Tími orðaflaums er liðinn. Tími aðgerða er runninn upp. Sniðgöngum Eurovision.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Komment


veður 2
Innlent

Veðurfræðingur segir góðviðrið á næstunni „eins og í lygasögu“

Gudrún Aspelund sóttvarnalæknir
Innlent

Flestir berklasmitaðir smitast innanlands

123bcdd0-2f25-11f0-9869-cde5df3646f9
Heimur

48 ára maður dreginn af rafhlaupahjóli og barinn til bana

Garðabær
Innlent

Maður fluttur með sjúkrabíl eftir árás leigubílstjóra

25.07.2024-Heradsdomur-Reykjaness
Innlent

Tveir dæmdir fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans
Peningar

Landsbankinn mun selja Íslandsbanka

macron trump
Heimur

Skrifstofa Frakklandsforseta ver Macron kókaínásökunum

birta karen tryggvadóttir sfs hagfræðingur
Peningar

Hagfræðingur SFS sagður í blekkingarleik