
Valur Hoe Guðmundsson var í vikunni dæmdur í 13 mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir nokkur brot. Héraðsdómur Reykjavíkur tók málið fyrir.
Hann var sakfelldur fyrir að hafa ekið bíl í október 2023 „sviptur ökurétti, undir áhrifum áfengis og óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana- og fíkniefna,“ en í blóði hans mældist áfengi og amfetamín. Þegar lögreglan leitaði svo í bílnum hans við lögreglustöðina að á Akranesi fannst rafmagnsvopn. Þá hafði Valur amfetamín í vörslu sinni.
Hann var einnig sakfelldur fyrir að aka undir áhrifum áfengis og amfetamíns í Mosfellsbæ í nóvember 2024.
Samkvæmt dómnum hefur Valur ítrekað brotið lögin á svipaðan máta og er fyrsta skráða brot árið 2000. Er þetta í sjötta skipti sem hann gerist sekur um akstur undir áhrifum áfengis og/eða akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna og í sjötta sinn sekur um akstur sviptur ökuréttindum.
Valur játaði brot sitt og var eins og áður segir dæmdur í 13 mánaða fangelsi og ásamt því að áréttuð var ævilöng svipting ökuréttinda. Valur þarf að borga málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Snorra Sturlusonar lögmanns, 167.400 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti, og 230.404 krónur í annan sakarkostnað.
Komment