
MAST á Selfossi
Mynd: Brynhildur Jensdóttir
Matvælastofnun hefur fengið upplýsingar um vanmerktar Sörur frá Sætum syndum en það vantaði i innihaldslýsingar að kökurnar innihalda sojalesitín og laktósa sem eru ofnæmis- og óþolsvaldar ásamt kaffi en greint er frá þessu í tilkynningu frá MAST
Fyrirtækið hefur innkallað vöruna í samráði við heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarnes (HEF).
Þeir sem eiga umrædda vöru enn þá til eru beðnir um að neyta hennar ekki, og farga eða skila til Sætra Synda, Hlíðarsmára 19 gegn fullri endurgreiðslu
Eingöngu er verið að innkalla eftirfarna framleiðslulotu:
- Vörumerki: Sætar Syndir
- Vöruheiti: Sörur
- Framleiðandi: Sætar Syndir
- Pökkunardagsetning: 12/11/2025
- Best fyrir dagsetning: 12/02/2025
- Nettó þyngd: 300g
- Geymsluskilyrði: Frystivara
- Strikanúmer: 5694230259137
- Dreifing: Krónan Akrabraut, Akureyri, Bildshöfða, Borgartún, Keflavík, Flatahraun, Grafarholt, Grandi, Lindir, Mosfellsbær, Norðurhella, Selfoss, Vallakór og Skeifan
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment