Vitor Farias Oliveira hefur verið dæmdur í fangelsi af Héraðsdómi Reykjaness.
Hann var ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, með því að hafa, miðvikudaginn 3. september 2025, staðið að innflutningi á samtals 2.717,71 grömmum af kókaíni, með styrkleika 80-82%, ætluðu til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni en fíkniefnin flutti ákærði til Íslands sem farþegi með flugi frá Hamborg, Þýskalandi, til Keflavíkurflugvallar, falin í ferðatöskum.
Vitor játaði brotið en var talið líklegt að hann hafi fengið borgað til að flytja inn eiturlyfin án þess að hafa tekið þátt í skipulagningunni.
Hann var dæmdur í þriggja ára fangelsi og er dómurinn óskilorðsbundinn.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment