
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir í tilkynningu að yfir þúsund ökumenn hafi tekið of hratt í og við grunnskóla í mái og september en hefð hefur verið fyrir slíkum mælingum þegar skólar hefjast undanfarin ár.
Lögreglan segir að ökumenn verði að gera betur.
„Við þessar hraðamælingar í maí og september voru samtals 1.137 ökumenn staðnir að hraðakstri í og við grunnskólana og voru hinir sömu sektaðir fyrir vikið,“ segir í tilkynningunni. „Í grófasta tilvikinu var um ræða bifreið, sem var ekið á 70 km hraða þar sem leyfður hámarkshraði er 30. Um var að ræða alls 38 hraðamælingar og náði vöktunin til 5.048 ökutækja. Brotthlutfallið var mishátt, eða lágt, eftir götum en að meðaltali ók rúmlega fimmtungur ökumanna of hratt hverju sinni og það er alls ekki góð niðurstaða. Af þessum fyrrnefndu 1.137 ökumönnum voru 984 þeirra staðnir að hraðakstri þar sem leyfður hámarkshraði er 30, en þar var meðalhraði hinna brotlegu 43,5 km/klst. Hinir 153 ökumennirnir óku að meðaltali á 52,5 þar sem er 40 km hámarkshraði og fengu þeir sömuleiðis sekt.“
Lögreglan minnir ökumenn á að aka varlega, ekki síst í námunda við skóla enda margir þar á ferli.
Komment