
Umboðsmaðurinn Þorkell Máni Pétursson er þekktur fyrir að segja skoðun sína hreint út án þess að ritskoða sig að nokkru leyti. Hann lýsti því yfir í fyrradag að verðlaun fyrir tónlist, kvikmyndir og blaðamennsku væru hégóma verðlaun fyrir athyglissjúkt fólk. Hann spurði hvort ekki væri betra að velja kennara eða hjúkrunarfræðing ársins.
Undir þetta tók Eyþór Arnalds, tónlistarmaður og fyrrverandi oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Það væri í sjálfu sér ekki frásagnarvert nema að kennari ársins hefur verið valinn undanfarin fimm ár. Fer sú athöfn fram á Bessastöðum og voru þau einnig veitt frá 2005 til 2011. Það er skiljanlegt að ekki allir séu með puttann á púlsinum en nokkuð furðulegt þykir að Eyþór hafi ekki vitað af verðlaununum meðan hann var að borgarfulltrúi í Reykjavík. Sérstaklega í ljósi þess að Sjálfstæðisflokkurinn leggur ávallt mikla áherslu á menntamál í öllum kosningabaráttum sínum ...
Komment