1
Fólk

Prettyboitjokkó opnar sig um áföllin

2
Pólitík

Segir Helga Seljan hafa rassskellt Guðlaug Þór

3
Innlent

Ísbjörn sást á ísbreiðu út af Straumnesi

4
Innlent

Sómalskir hælisleitendur krefjast tafarlausrar afgreiðslu mála

5
Innlent

„Hvers konar skilaboð eru það að refsa ungmennum fyrir það sem er gert vel?“

6
Innlent

Landlæknir varar við lífshættulegum fegrunarmeðferðum með ólöglegu bótúlíneitri

7
Heimur

Amir gekk 12 km eftir mat – fékk afganga og var skotinn til bana

8
Landið

Loðnuvinnslan kaupir Ebba-útgerðina á Akranesi

9
Heimur

Fyrrverandi forseti Ísraelsþings kallar eftir refsiaðgerðum á Ísrael

10
Sport

Himinhá sekt blasir við ef körfuboltalið neita að spila gegn Ísrael

Til baka

Björn Leví Gunnarsson

Að fara eftir reglum - Að vera þingmaður 8. kafli

Björn Leví Gunnarsson
Björn Leví Gunnarsson

Í vikunni sleit varaforseti þingsins, Hildur Sverrisdóttir, þingfundi án heimildar til þess frá þingforseta. Sá gjörningur var þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Bryndís Haraldsdóttir, afsakaður að hann væri “í samræmi við vinnureglur og handbók forseta”.

Er það rétt?

Í stuttu máli, nei. Ég hef setið í forsætisnefnd Alþingis og sinnt því hlutverki að vera varaforseti Alþingis. Ég veit að enginn varaforseti þingsins slítur þingi nema með sérstakri heimild forseta þingsins. Ég hef setið í forsetastól án þess að hafa hugmynd um að þingfundi yrði slitið 5 mínútum seinna. Ég hef setið í forsetastól, þegar ég veit að það á að slíta þingfundi í síðasta lagi kl 20, en bíð samt eftir staðfestingu á því frá forseta, annað hvort beint eða í gegnum skrifstofu þingsins. Af því að stundum er klukkan korter í átta þegar ræðu lýkur - og hvort það eigi að hleypa næsta ræðumanni að í ræðu eða slíta fundi er ekki ákvörðun varaforseta. 

Hvaða reglur eru þetta?

Grunnreglurnar er að finna í lögum um þingsköp:

Sumarhlé þingsins er frá 1. júlí til 10. ágúst og skal ekki boða til nefndafunda á þeim tíma nema brýn nauðsyn krefji enda hafi fundum Alþingis áður verið frestað, sbr. 23. gr. stjórnarskrárinnar. Utanríkismálanefnd getur þó komið saman í samræmi við ákvæði 24. gr.

 Í starfsáætlun skal tilgreina hvaða daga ætla má að þingfundir verði, hvaða daga einvörðungu fundir í nefndum eða þingflokkum og hvaða dagar ætlaðir eru sérstaklega til annarra starfa þingmanna, svo sem starfa í kjördæmum. Reglulegir þingfundir samkvæmt starfsáætlun skulu ekki standa lengur en til kl. 8 síðdegis. Frá því má þó víkja ef þingflokkar ná samkomulagi þar um eða ef þingið samþykkir, sbr. 81. gr. Tillögu um lengri fundartíma getur forseti borið upp án nokkurs fyrirvara. Þá getur forseti ákveðið að þingfundur standi til miðnættis á þriðjudagskvöldum.”

Þann 6. júní síðastliðinn var starfsáætlun þingsins felld úr gildi. Allir þingmenn vita að það þýðir að þingfundir og nefndarfundir geta verið hvenær sem er og hversu lengi sem þingforseta finnst. Sérstaklega reyndir þingmenn (sem núverandi og fyrrverandi varaforsetar þingsins) eins og Hildur Sverrisdóttir og Bryndís Haraldsdóttir.

Stjórnarskrá

52. gr.

Alþingi kýs sér forseta og stýrir hann störfum þess.

Varaforsetar stýra ekki störfum Alþingis. Varaforsetar passa bara upp á að dagskrá þingsins haldi áfram, að kynna ræðumenn og andsvarendur. Að kynna næstu mál og lesa upp tilkynningar. Og já, að slíta fundum þingsins samkvæmt beiðni forseta Alþingis. Varaforsetar þingsins fá uppskrift af því hvernig á að sinna fundarstjórn. Uppskriftin liggur fyrir framan forseta og varaforseta í sérstakri möppu sem forseti les upp úr. Forseti skáldar afskaplega lítið af því sem fram fer í forsetastól, hvað þá varaforsetar - og nákvæmlega enginn skáldskapur er um dagskrá þingsins. 

Afsökun?

Ég spái því að það verði reynt að afsaka þetta með tilvísun um fávisku - að Hildur hafi einfaldlega haldið að hún ætti að slíta fundi um miðnætti. Eins og kollegi hennar heldur fram að sé málið. Það er hins vegar innantóm afsökun af því að þessir reynslumiklu þingmenn vita betur. Ekki bara eigi að vita betur, heldur vita betur. Það er ekki hægt að biðjast afsökunar nema að viðurkenna hver mistökin eru - og mistökin eru ekki að hafa ekki vitað betur. 

Varaforseti slítur aldrei þingfundi nema með skýrum skilaboðum um að slíkt skuli gera. Ekki einu sinni á venjulegum degi innan starfsáætlunar. Hvað þá þegar engin starfsáætlun er í gildi. Það er óásættanlegt að þessir reyndu þingmenn reyni nú að gaslýsa alla sem vita betur og þar af leiðandi að ljúga að almenningi.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Amir gekk 12 km eftir mat – fékk afganga og var skotinn til bana
Myndband
Heimur

Amir gekk 12 km eftir mat – fékk afganga og var skotinn til bana

Bandarískur uppljóstrari lýsir stríðsglæpum Ísraelshers
Ungir umhverfissinnar krefjast banns við olíuleit á Drekasvæðinu
Innlent

Ungir umhverfissinnar krefjast banns við olíuleit á Drekasvæðinu

Sómalskir hælisleitendur krefjast tafarlausrar afgreiðslu mála
Innlent

Sómalskir hælisleitendur krefjast tafarlausrar afgreiðslu mála

Himinhá sekt blasir við ef körfuboltalið neita að spila gegn Ísrael
Sport

Himinhá sekt blasir við ef körfuboltalið neita að spila gegn Ísrael

Ísbjörn sást á ísbreiðu út af Straumnesi
Innlent

Ísbjörn sást á ísbreiðu út af Straumnesi

Ferðamaður á áttræðisaldri lést á Breiðamerkursandi
Innlent

Ferðamaður á áttræðisaldri lést á Breiðamerkursandi

Lögreglan sendi óvart út falsaða mynd
Innlent

Lögreglan sendi óvart út falsaða mynd

James Van Der Beek opnar sig um lífið með krabbamein
Heimur

James Van Der Beek opnar sig um lífið með krabbamein

„Hvers konar skilaboð eru það að refsa ungmennum fyrir það sem er gert vel?“
Innlent

„Hvers konar skilaboð eru það að refsa ungmennum fyrir það sem er gert vel?“

Skorar á KKÍ að hætta við leik gegn Ísrael
Innlent

Skorar á KKÍ að hætta við leik gegn Ísrael

Loðnuvinnslan kaupir Ebba-útgerðina á Akranesi
Landið

Loðnuvinnslan kaupir Ebba-útgerðina á Akranesi

Skólar á vegum GRÓ órjúfanlegur hluti af alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands
Innlent

Skólar á vegum GRÓ órjúfanlegur hluti af alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands

Landlæknir varar við lífshættulegum fegrunarmeðferðum með ólöglegu bótúlíneitri
Ný frétt
Innlent

Landlæknir varar við lífshættulegum fegrunarmeðferðum með ólöglegu bótúlíneitri

Skoðun

Þegar þú þekkir mig betur en ég þekki mig - Að vera þingmaður: 9. kafli
Skoðun

Björn Leví Gunnarsson

Þegar þú þekkir mig betur en ég þekki mig - Að vera þingmaður: 9. kafli

Langt sumarfrí Alþingis - Að vera þingmaður 6. kafli
Skoðun

Björn Leví Gunnarsson

Langt sumarfrí Alþingis - Að vera þingmaður 6. kafli

Aukum við útsvar en ekki velferð barna?
Skoðun

Davíð Már Sigurðsson

Aukum við útsvar en ekki velferð barna?

Að fara eftir reglum - Að vera þingmaður 8. kafli
Skoðun

Björn Leví Gunnarsson

Að fara eftir reglum - Að vera þingmaður 8. kafli

Í liðinu - Að vera þingmaður 7. kafli
Skoðun

Björn Leví Gunnarsson

Í liðinu - Að vera þingmaður 7. kafli

Glimmerjátningar
Skoðun

Katrín Harðardóttir

Glimmerjátningar

Loka auglýsingu