1
Minning

Nafnið á manninum sem lést

2
Innlent

Telur sig hafa fundið klósettpappír í súpunni

3
Innlent

Margrét Löf í reglulegum samskiptum við móður sína

4
Innlent

Matvælastofnun varar við Snikkers Brownies

5
Innlent

Lögreglan biður um aðstoð við að hafa uppi á manni

6
Innlent

Slökkvilið allra stöðva borgarinnar kallað að Kleppsvegi

7
Fólk

Anna játar „hræðilega synd” sína

8
Innlent

Ók í gegnum grindverk

9
Innlent

Sá grunaði braut ekki gegn fleiri börnum á leikskólanum

10
Minning

Grétar Brynjúlfur Kristjánsson látinn

Til baka

Björn Leví Gunnarsson

Að svæfa mál í nefnd - Að vera þingmaður - 4. kafli

Björn Leví Gunnarsson
Björn Leví Gunnarsson

Ef þú vilt skilja hvernig lýðræðið virkar, þá þarftu líka að skilja hvernig þingið virkar. Því það er ekki endilega samasem merki þarna á milli. Ég er búinn að fjalla um nokkur atriði þess hvað það er að vera þingmaður og hvernig starfið virkar. Hvernig enginn sem á að bera ábyrgð virðist nokkurn tíma þurfa að axla ábyrgð. Í framhaldi af því hvernig lögin virka bara fyrir suma. Og að lokum hvernig dagskrárvaldið getur verið misnotað.

Dagskrárvaldið er fjölbreytt. Það felur í sér stjórn á því hvaða mál koma á dagskrá og í hvaða röð. Hvaða gestir eru boðaðir, eða afboðaðir. Hvaða gögnum er kallað eftir, eða ekki. Og svo er það tímastjórnunin. Hún er afskaplega mikilvæg.

Ég horfði á myndband á YouTube um daginn, sem er svo sem ekki i frásögur færandi í sjálfu sér. En í myndbandinu var fjallað um tilraunir nokkurra aðila til þess að bera vitni fyrir þingnefnd í Texas í Bandaríkjunum. Kerfið þar er ekki nákvæmlega eins og kerfið hér, en misnotkunin á nákvæmlega sú sama. Þegar ég horfði á þetta myndband sá ég nákvæmlega sömu takta og ég hef séð á þinginu hérna á Íslandi.

Texas og Ísland - sama þingleikfimin

Fyrirkomulagið í Texas er þannig að það þarf að mæta á ákveðnum tíma og skrá sem umsagnaraðila fyrir þau mál sem eru að fara á dagskrá nefnda þann daginn. En svo þarf að bíða - og bíða. Fólkið sem mætti til þess að flytja tveggja mínútna erindi fyrir nefndinni þarna í Texas þurfti að bíða í hartnær sólarhring eftir að komast að, og þau vissu í raun ekki fyrr en það kom að þeim hvort þau kæmust að eða ekki. Þessu er vel lýst í myndbandinu (í lauslegri þýðingu):

“Þetta er þekkt aðferð til þess að þreyta og bæla niður andstöðu”

Hvernig gerist þetta á hinu merkilega Alþingi okkar Íslendinga? Jú, nefndarfundir eru haldnir reglulega (og stundum óreglulega líka með stuttum fyrirvara). Á þeim fundum er gert ráð fyrir ákveðinni dagskrá og ákveðnum tíma fyrir hvern dagskrárlið. Formaður ræður í hvaða röð málin eru sett og í raun hversu langan tíma hvert mál fær til umræðu, og þó framsögumaður eigi að gera tillögu um slíkt þá er það í rauninni aldrei þannig.

Svo byrjar fundurinn, og það eru (skiljanlega) alltaf stjórnarmál fyrst. Ef svo merkilega vill til að það eru stjórnarandstöðumál á dagskrá (sem gerist eiginlega aldrei hvort sem er) að þá er mjög auðvelt fyrir stjórnarliða að teygja úr spurningum sínum við gesti í fyrri málum, fyrir fundarstjóra að fylgja ekki tímamörkum og fyrr en varir - enginn tími fyrir hin málin. Á næsta fundi er ekkert haldið áfram þar sem frá var horfið. Á næsta fundi er ný dagskrá með nýjum stjórnarmálum fremst á dagskrá.

Að svæfa mál í nefnd

Svona sofna mál í nefndum. Þau annað hvort komast ekki á dagskrá til að byrja með eða það gefst aldrei tími til þess að fjalla um málin á fundum. Þar með er hægt að segja í lok þings að nefndin hafi ekkert fjallað um málið og þar af leiðandi væri óábyrgt að afgreiða málið inn í þingsal til umræðu. Þetta gerist auðvitað aðallega fyrir stjórnarandstöðumál, en stjórnarmál sofna á nákvæmlega sama hátt. Ástæðan fyrir því er að einhverjir innan stjórnarmeirihluta hafa bak við luktar dyr sagt að málið verði ekki samþykkt eins og það er. Jafnvel þó það væri meirihluti á þingi (með þingmönnum úr minnihluta) fyrir málinu. Þannig er hægt að svæfa mál í nefnd þó það sé meirihluti á þingi (og jafnvel þjóð) fyrir því að afgreiða viðkomandi mál.

Er ekki hægt að laga þetta?

Ég heyri mjög oft gagnrýni á störf þingsins, og spurningar hvort það sé ekki hægt að breyta einu eða öðru til þess að gera þingið skilvirkara. Einfalda svarið er nei.

Ég las pistil nýs þingmanns, Ásu Berglindar Hjálmarsdóttur, um daginn. Þar spurði hún: “Hvað finnst þér?” um þingmenn sem mása sig hása til þess að tefja. Enn fremur segir hún: “Ég spyr mig hvernig þingmenn sem kjósa að nýta tímann sinn með þessum hætti geti horft framan í fólkið í landinu sem greiðir okkur himinhá laun [...]?”.

Mér finnst ýmislegt um þetta eftir mín átta ár á þingi. Ég hef séð þingmenn mása sig hása í lygi um mikilvæg mál (þriðji orkupakkinn) og líka um grundvallar mannréttindi þess að vera ekki hent út á götu (útlendingamál). Bókun 35 er annað útblásið mál og núna virðist það vera frumvarp um að allir borgi sama markaðsgjald fyrir aðgang að sameiginlegri auðlind sem knýr raddbönd sumra þingmanna.

Að skilja muninn

Fólk þarf að skilja hvernig þingið virkar og hvernig þingmenn meðhöndla hin mikilvægu málefni sem fjallað er um á þinginu.

Það eru tveir möguleikar, og grátt svæði þar á milli.

  1. Málið getur verið gott. Þá er tilgangslaust að mása nema til að hrósa
  2. Málið getur verið slæmt. Þá skiptir miklu máli að mása. Til að láta vita af því og útskýra af hverju.

En þar með er ekki öll sagan sögð. Það eru tveir aðrir möguleikar, og grátt svæði þar á milli.

  1. Þingmenn geta haft rétt fyrir sér um hvort mál sé gott eða slæmt, með tilheyrandi afleiðingum.
  2. Þingmenn geta haft rangt fyrir sér um hvort málið sé gott eða slæmt, með tilheyrandi afleiðingum og veseni.

Enn fremur, sama og að ofan:

  1. Þingmenn geta sagt satt um hvort þeim finnst málið gott eða slæmt.
  2. Þingmenn geta logið um hvort þeim finnst málið gott eða slæmt (sjá rök Davíðs Oddssonar um að hjóla í öll mál þó hann væri í hjarta sínu sammála þeim)

Allir þessir möguleikar blandast svo saman - og margir eru það góðir ræðumenn að utanaðkomandi hafa ekki hugmynd um hvort málin séu góð eða slæm, hver hefur rétt eða rangt fyrir sér um það eða hvort það sé bara verið að blekkja fólk. Tökum þriðja orkupakkann sem dæmi. Helsta gagnrýnin sem var fjallað um í því máli var aðkeypt lögfræðiálit. Hver ætli hafi keypt það?, væri eðlileg spurning. Spurning sem skiptir máli í samhengi þess hvort það er verið að segja okkur alla söguna eða ekki - því lögfræðingar og sérstaklega kannski lögmenn, eru sérstakir að því leyti að þeir verja bara sjónarhorn skjólstæðings síns. Það er annara að útvega rök og gögn fyrir andstæðum sjónarhornum. Þannig fáum við eiginlega aldrei heildarmynd úr einu lögfræðiáliti.

Hvað finnst mér?

Það skiptir ekki máli hvaða gögn eru lögð fram - það verða alltaf einhverjir sem hafa rangt fyrir sér eða einfaldlega snúa útúr og komast upp með það. Þetta er og verður pólitíska áskorunin þangað til einhvers konar hugsanalestur verður mögulegur eða að við fáum lygapróf sem virka.

Á meðan þá sofna málin í nefnd - meira að segja þegar málin eru góð og það er lýðræðislegur meirihluti fyrir málunum. Á sama tíma er gott að svæfa slæm mál í nefnd.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Margrét Löf í reglulegum samskiptum við móður sína
Innlent

Margrét Löf í reglulegum samskiptum við móður sína

Hefur verið ákærð fyrir bana föður sínum og að reyna bana móður sinni
Lögreglan biður um aðstoð við að hafa uppi á manni
Myndir
Innlent

Lögreglan biður um aðstoð við að hafa uppi á manni

„Truflandi“ skilaboð milli lækna í máli Matthew Perry opinberuð
Heimur

„Truflandi“ skilaboð milli lækna í máli Matthew Perry opinberuð

Norrænu læknafélögin: Hrun heilbrigðiskerfis á Gaza er neyðarástand
Heimur

Norrænu læknafélögin: Hrun heilbrigðiskerfis á Gaza er neyðarástand

Slökkvilið allra stöðva borgarinnar kallað að Kleppsvegi
Myndir
Innlent

Slökkvilið allra stöðva borgarinnar kallað að Kleppsvegi

Telur sig hafa fundið klósettpappír í súpunni
Innlent

Telur sig hafa fundið klósettpappír í súpunni

Grétar Brynjúlfur Kristjánsson látinn
Minning

Grétar Brynjúlfur Kristjánsson látinn

Matvælastofnun varar við Snikkers Brownies
Innlent

Matvælastofnun varar við Snikkers Brownies

Að finna von í myrkrinu – Bergdís segir sína sögu í tónum
Menning

Að finna von í myrkrinu – Bergdís segir sína sögu í tónum

Anna játar „hræðilega synd” sína
Fólk

Anna játar „hræðilega synd” sína

Nafnið á manninum sem lést
Minning

Nafnið á manninum sem lést

Skoðun

Eina leiðin til þess að fá ábyrg stjórnmál - Að vera þingmaður 10. kafli
Skoðun

Björn Leví Gunnarsson

Eina leiðin til þess að fá ábyrg stjórnmál - Að vera þingmaður 10. kafli

Í liðinu - Að vera þingmaður 7. kafli
Skoðun

Björn Leví Gunnarsson

Í liðinu - Að vera þingmaður 7. kafli

Árangurstengjum laun kennara?
Skoðun

Davíð Már Sigurðsson

Árangurstengjum laun kennara?

Þegar þú þekkir mig betur en ég þekki mig - Að vera þingmaður: 9. kafli
Skoðun

Björn Leví Gunnarsson

Þegar þú þekkir mig betur en ég þekki mig - Að vera þingmaður: 9. kafli

Aukum við útsvar en ekki velferð barna?
Skoðun

Davíð Már Sigurðsson

Aukum við útsvar en ekki velferð barna?

Að fara eftir reglum - Að vera þingmaður 8. kafli
Skoðun

Björn Leví Gunnarsson

Að fara eftir reglum - Að vera þingmaður 8. kafli

Loka auglýsingu