
MAST á Selfossi
Mynd: Brynhildur Jensdóttir
Matvælastofnun varar við notkun á einni best fyrir dagsetningu af ORA aspasbitum í dós vegna þess að aðskotahlutur fannst. ÓJ&K-Ísam ehf., að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur stöðvað sölu og innkallað vöruna frá neytendum.
Neytendur sem hafa keypt umrædda vöru eru beðnir um að hætta notkun hennar og farga en einnig má skila henni í versluninni þar sem hún var keypt.
Upplýsingar um vöru sem innköllunin einskorðast við
- Vörumerki: ORA
- Vöruheiti: Aspas, í bitum (1/2 dós)
- Strikamerki: 5690519017900
- Nettómagn: 411 g
- Best fyrir dagsetning: 05.07.2027
- Framleiðsluland: Bandaríkin
- Framleiðandi: Honee Bear Canning
- Heiti og heimilisfang fyrirtækis sem innkallar vöru
ÓJ&K-Ísam, Blikastaðavegi 2-8, 112 Reykjavík. - Dreifing (verslanir)
Verslanir Haga (Hagkaup, Bónus), Extra, Fjarðarkaup, Jónsabúð, Kaupfélag V-Húnvetninga,
verslanir Samkaupa, Verslunin Hlíðarkaup, Krónan, Melabúðin, Prís.
Mynd: Aðsend
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment