Eitt glæsilegasta einbýli Reykjavíkur er komið á sölu en það er Vogaland 3.
Húsið stendur á stórri og fallegri lóð í Fossvogsdalnum og er eignin 265.6m² að stærð
Stór og mikill garður er á baklóð með sólpöllum og heitum potti. Húsið er teiknað af Guðmundi Kristni Guðmundssyni arkitekt sem teiknaði meðal annars Borgarleikhúsið og Seðlabankahúsið við Kalkofnsveg. Garðurinn er hannaður af Birni Jóhannssyni landslagsarkitekt. Svo er auðvitað stutt í Víkina og Fossvogsdalinn.
Fimm svefnherbergi eru í húsinu og þrjú baðherbergi.
Eigendurnir vilja fá 229.500.000 fyrir það.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa


Komment