1
Fólk

Matthías í VÆB var nær dauða en lífi sem barn

2
Minning

Þjóðin segir sögur af Lalla Johns

3
Innlent

Sigurður Helgason er látinn

4
Heimur

Fyrrverandi sérsveitarmenn Breta stíga fram og lýsa meintum stríðsglæpum

5
Heimur

Nýjasta jarðskjálftahrinan vekur ótta nærri Napólí á Ítalíu

6
Innlent

Engin tilkynning hefur borist Hopp um líkamsárás leigubílstjóra

7
Menning

Vill að RÚV sýni nýjustu mynd Attenborough

8
Innlent

Íslenskir leikstjórar meðal kvikmyndastjarna sem birtu opið bréf í Variety og Liberation

9
Pólitík

Jón Gnarr afþakkar boð í Spursmál

10
Heimur

Hálfnakið lík ferðamanns fannst á reki við strönd í Taílandi

Til baka

Agnes Veronika hætt eftir „persónulegar árásir“

Foreldar margra barna vildu leikskólastjórann í burtu

Maríuborg
Leikskólinn Maríuborg í GrafarholtiFyrrverandi starfsmaður segir vandamál hafa lengi verið til staðar
Mynd: Reykjavíkurborg

Agnes Veronika Hauksdóttir hefur ákveðið að hætta sem leikskólastjóri Maríuborgar í Grafarholti en hún greindi frá þessu í hverfisgrúppu fyrir íbúa í Grafarholti og Úlfarsárdal á Facebook en hún gerir það í kjölfari kvörtunar foreldra barna á leikskólanum.

„Ég gerði mitt allra besta fyrir börnin, starfsfólkið foreldra – og þrátt fyrir að alls konar óvæntar uppákomur geti alltaf átt sér stað í flóknum störfum, þá á enginn að þurfa að þola niðurrif eða persónulegar árásir,“ sagði Agnes Veronika í færslunni.

Í janúar vildu foreldrar 60 barna sem eru í eða hafa verið í leikskólanum Maríuborg í Grafarholti krefjast þess að hún segi af sér eða verði rekin og sendu á borgarráð þess efnis. Í bréfinu tilgreina foreldrarnir um það bil 30 atvik sem foreldrar telji óásættanleg. Sem dæmi nefna foreldrarnir að starfsmaður hafi „látið barn heyra það,“ aðeins þrír starfsmenn hafi verið úti með 35 börn og talað sé niður til barna. Þá hefur Morgunblaðið það eftir foreldrum að börn kvíði að fara í leikskólann og starfsmenn hegði sér óviðeigandi í garð barnanna.

Mannlíf tók viðtal við fyrrverandi starfsmann Maríuborgar í janúar sem sagði að vandamál leikskólans hefðu verið lengi til staðar og sagði að Guðný Hjálmarsdóttir, fyrrverandi leikskólastjóri og þáverandi yfirmaður Agnesar, hefði staðið sig illa í starfi.

„Þegar ég vann þarna var Agnes deildarstjóri og Guðný [Hjálmarsdóttir] var skólastjóri. Það var rosalega sérstakur andi á leikskólanum. Ég hef aldrei séð starfsfólk jafn óviljugt til að leika við börn. Fólkið sem vann með mér á deild vildi bara lita og púsla með börnunum og vildi helst ekki standa upp úr stólum og í útiveru stóðu allir starfsmenn upp við húsið og hreyfðu sig ekki frá því nema að heyra barnsgrátur. Þetta afsakar auðvitað ekki Agnesi ef hún hefur staðið sig illa sem leikskólastjóri en þegar maður vinnur í svona lélegu umhverfi lengi þá getur verið erfitt að hrista það af sér.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Komment


palli-palestina
Innlent

Páll Óskar flytur ávarp á samstöðufundi fyrir Palestínu

stefan-jongnarr
Pólitík

Jón Gnarr afþakkar boð í Spursmál

|
Innlent

Sigurður Helgason er látinn

Engey
Innlent

Lík fannst í sjónum á milli Engeyjar og Viðeyjar

Kristinn Hrafnsson
Innlent

Ísraelar drápu 65 manns „á meðan íslenska þjóðin svaf með sælubros á vör“

Sas3
Heimur

Fyrrverandi sérsveitarmenn Breta stíga fram og lýsa meintum stríðsglæpum

Kim Kardashian dómur París
Fólk

„Ég hélt ég myndi deyja“

Garðabær
Innlent

Engin tilkynning hefur borist Hopp um líkamsárás leigubílstjóra