Karlmaður í Kópavogi hefur verið ákærður fyrir brot í nánu sambandi.
Karlmaðurinn er ákærður fyrir að hafa hrint sambýliskonu sinni svo að hún féll aftur fyrir sig á nærliggjandi gluggakistu og gólf, með þeim afleiðingum að hún hlaut brot og liðskaða á ristarbeinum, brot á sköflungsbeini og mar á bakvegg brjóstkassa.
Er það metið svo að maðurinn hafi á alvarlegan hátt ógnað heilsu og velferð konunnar.
Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar.
Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í janúar á næsta ári.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa


Komment