1
Heimur

Fundu aldraða konu sem hafði týnst á Tenerife

2
Heimur

Rússneskir embættismenn óttast netlokanir Kremlar

3
Innlent

Maður fluttur á slysadeild eftir að ekið var á hann

4
Heimur

Dómssigur Kisiya vekur von meðal Palestínumanna

5
Fólk

Íris fagnaði áramótum á klósettinu

6
Innlent

Hlaut 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir hnefahögg í vinnubúðum

7
Fólk

Selja töfrandi fjölskylduhús í Árbænum

8
Landið

Enginn dýralæknir á bakvakt fyrir austan yfir jólin

9
Innlent

Áfengi og eiturlyf hjá ökumönnum

10
Innlent

Karlmaður réðst á annan með vopni á Ísafirði

Til baka

Alexandra biðst afsökunar á að hafa haft rangt fyrir sér

Borgarfulltrúi Pírata tjáði sig á Reddit um leikskólamál í Reykjavík

Alexandra Briem.
Ljósmynd: Facebook
Alexandra Briem er borgarfulltrúi PírataNeitar að hafa logið að borgarbúum

Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata, viðurkennir á spjallsíðunni Reddit að hún hafi haft rangt fyrir sér um leikskólamál í Reykjavík þegar notandi síðunnar sakaði hana um lygar. Var sá notandi að vísa í orð borgarfulltrúans frá 2022 þegar hún sagði að öll 12 mánaða börn myndu fá leikskólapláss í Reykjavík.

Í svari til notandans segir Alexandra að hún hafi ekki verið að ljúga en hún hafi hins vegar haft rangt fyrir sér en taldi sig vera segja sannleikann miðað við þau gögn sem hún hafði undir höndum á þeim tíma.

„Mér þykir það leitt, enda hefði ég ekki sagt það nema ég hefði trúað því á sínum tíma, út frá þeim gögnum sem ég hafði.

Það var ekki lygi, ég einfaldlega hafði rangt fyrir mér, og lærði það á þessu dæmi að tala varlegar um framtíðina,“ sagði borgarfulltrúinn á Reddit.

Hún segir að þrír hlutir hafi gerst sem ekki var hægt að sjá fyrir á þeim tíma:

  1. Það kom í ljós mygla í þó nokkrum fjölda leikskóla sem tóku þá út af borðinu, og við þurftum að nota húsnæði sem var að opna til að taka tímabundið við þeim börnum meðan húsnæðið var í viðgerð.
  2. Það komu inn nokkur hundruð börn frá Úkraínu, sem hluti af stórri hópmóttöku, það var rétt af ríkinu og borginni að gera það, og taka við þessum hóp, en þetta var sannarlega hópur sem við áttum ekki von á þegar við vorum að semja fjárhagsáætlunina, eða spá fyrir um framtíðina.
  3. Það gekk hægar en við höfðum gert ráð fyrir að byggja upp húsnæði sem við áttum von á að kæmi inn.

„En meina, tek það bara á mig að ég hefði ekki átt að tala af svona mikilli fullvissu um eitthvað sem ég hefði átt að vita að ég gæti ekki fullyrt svona, og tek það líka á mig að ég hefði átt að vera skeptískari á tölurnar sem við fengum fyrir áramót. Ég veit í dag að það var full mikil bjartsýni í spám um uppbygginguna og mati á uppbyggingarhraða hjá verktökum.

Svo ég get ekki annað en beðist afsökunar, ég var ekki að ljúga, en þetta var rangt hjá mér og ég hefði átt að vita betur,“ skrifar hún að lokum.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Valtýr Björn fer í fasteignabransann
Peningar

Valtýr Björn fer í fasteignabransann

Hinn sænski Alexander er með honum
Selja töfrandi fjölskylduhús í Árbænum
Myndir
Fólk

Selja töfrandi fjölskylduhús í Árbænum

Karlmaður réðst á annan með vopni á Ísafirði
Innlent

Karlmaður réðst á annan með vopni á Ísafirði

Íris fagnaði áramótum á klósettinu
Fólk

Íris fagnaði áramótum á klósettinu

Áfengi og eiturlyf hjá ökumönnum
Innlent

Áfengi og eiturlyf hjá ökumönnum

Gleðileg jól kæru lesendur
Innlent

Gleðileg jól kæru lesendur

Dómssigur Kisiya vekur von meðal Palestínumanna
Heimur

Dómssigur Kisiya vekur von meðal Palestínumanna

Hlaut 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir hnefahögg í vinnubúðum
Innlent

Hlaut 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir hnefahögg í vinnubúðum

Rússneskir embættismenn óttast netlokanir Kremlar
Heimur

Rússneskir embættismenn óttast netlokanir Kremlar

Fundu aldraða konu sem hafði týnst á Tenerife
Heimur

Fundu aldraða konu sem hafði týnst á Tenerife

Enginn dýralæknir á bakvakt fyrir austan yfir jólin
Landið

Enginn dýralæknir á bakvakt fyrir austan yfir jólin

Maður fluttur á slysadeild eftir að ekið var á hann
Innlent

Maður fluttur á slysadeild eftir að ekið var á hann

Pólitík

Össur lofar frammistöðu Valkyrjanna í Silfrinu
Pólitík

Össur lofar frammistöðu Valkyrjanna í Silfrinu

Gefur lítið fyrir frammistöðu formanns Sjálfstæðisflokksins
Sanna tilkynnir framboð
Myndband
Pólitík

Sanna tilkynnir framboð

Verkefnastjóri Miðflokksins vill ekki sjá „múslímskt höfuðfat“ á Íslandi
Pólitík

Verkefnastjóri Miðflokksins vill ekki sjá „múslímskt höfuðfat“ á Íslandi

Dóra Björt komin í Samfylkinguna
Pólitík

Dóra Björt komin í Samfylkinguna

„Er ekki kominn tími til að tala um eitthvað annað en útlendinga, t.d. húsnæðismál eða eitthvað?“
Pólitík

„Er ekki kominn tími til að tala um eitthvað annað en útlendinga, t.d. húsnæðismál eða eitthvað?“

„Hvað er eiginlega að þessu andskotans pakki í stjórnarandstöðunni?“
Pólitík

„Hvað er eiginlega að þessu andskotans pakki í stjórnarandstöðunni?“

Loka auglýsingu