
Trans konan Alexandra opnaði sig í nýjasta blaði Heimildarinnar í ítarlegu viðtali en greint hefur verið frá því að hún hafi flúið Bandaríkin af ótta. Stjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, viðurkennir aðeins tilvist tveggja kynja og hefur hatur gegn trans fólki aukist til muna á undanförnum árum.
Henni hefur hins vegar við synjað um dvalarleyfi og alþjóðlega vernd af Útlendingastofnun og dvelur hún núna tímabundið í heimahúsi eftir að hinsegin samfélagið frétti af aðstæðum Alexöndru. Hún hafði dvalið í húsnæði Rauða Krossins með syni sínum áður.
Með Alexöndru kom níu ára sonur en trans maður sem var nágranni þeirra í Minnesota hvarf í fyrra. Samkvæmt Heimildinni hafa sjö menn verið ákærðir fyrir að pynta hann til dauða eftir að hafa frelsissvipt hann í mánuð.
„Það býr mjög margt gott fólk þar. Stjórnin er hins vegar erfið og staða trans fólks er mjög slæm. Um daginn birtist frétt um að dómsmálaráðuneytið væri að fara í hverja stofnunina á fætur annarri í leit að öllu sem hægt er að finna um trans fólk. Heimavarnarráðuneytinu hefur verið gert kleift að njósna um hinsegin fólk og samtök. Hvað ef þeir koma á eftir okkur?“ spyr Alexandra, sem þorði ekki að gefa upp seinna nafn sitt. „Ég er skelfingu lostin. Ég er ekki aðgerðasinni, ég er bara að reyna að lifa mínu lífi.“
Litlu mátti muna að hún gæti ekki fengið nýtt vegabréf. „Ég er með rétt vegabréf þar sem allt passar. Ég rétt náði að fá það áður en lokað var á útgáfu vegabréfa fyrir trans fólk.“
Komment