
Alma Möller ætlar að bæta skilvirkni, nýtingu fjármuna og gæði heilbrigðisþjónustu á Íslandi en þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu.
Að sögn þess vinnur það að mati á stöðu stafrænnar þróunar og gagnamála í íslenska heilbrigðiskerfinu með það að markmiði að greina tækifæri til umbóta og móta stefnu til framtíðar.
„Til að vinna að þessu mati hefur Svava María Atladóttir, framkvæmdastjóri þróunar hjá Landspítala, fengið tímabundið leyfi frá Landspítala til að sinna greiningarvinnu fyrir heilbrigðisráðuneytið á þessu tímabili.
Svava María hefur víðtæka reynslu af þróun heilbrigðiskerfa. Hún starfaði sem ráðgjafi í þróun sjúkrahúsa og heilbrigðisfyrirtækja,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins um málið.
Komment