1
Fólk

Bubbi hjólar í stórútgerðirnar

2
Heimur

Síðustu Instagram-færslur Virginiu Giuffre vöktu áhyggjur

3
Innlent

Tilkynnt um eld í húsi á Langholtsveginum

4
Heimur

Virginia Guiffre svipti sig lífi

5
Innlent

Blóðrauðum handaförum skellt á bandaríska sendiráðið

6
Innlent

Fossblæddi úr manni eftir Hoppslys í Laugardalnum

7
Innlent

Fjórir rændu mann í miðbænum, tveir þeirra voru undir lögaldri

8
Fólk

Illugi veltir fyrir sér páfastarfinu

9
Landið

Uppbygging á miðbæjarsvæði Egilsstaða í biðstöðu

10
Heimur

Svíþjóð hvetur Íran til að leysa tvöfaldan ríkisborgara úr haldi

Til baka

Guðmundur Ingi Þóroddsson

Alvarleg staða frelsissviptra einstaklinga

Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu
Guðmundur Ingi er formaður Afstöðu

Afstöðu hafa borist upplýsingar um að tugir einstaklinga sem bíða brottvísunar frá Íslandi séu vistaðir jafnvel vikum saman í fangageymslum lögreglu við óviðunandi aðstæður. Þar eru þeir oft einangraðir án reglubundinnar útivistar og í sumum tilvikum handjárnaðir við svokallað „belti" þegar þeir fá takmarkaða útivist.

Þessir einstaklingar hafa ekki framið refsiverð brot, en eru engu að síður vistaðir undir aðstæðum sem brjóta í bága við alþjóðlegar skuldbindingar Íslands um mannréttindi.

Það vekur sérstaka athygli Afstöðu að íslenskir dómarar hafa ítrekað úrskurðað um slíka vistun án þess að metið sé hvort vægari úrræði geti komið að notum. Með því bera dómarar, lögum samkvæmt, ábyrgð á þeirri vanvirðandi meðferð sem þeir sæta. 

Afstaða krefst þess að íslensk stjórnvöld standi við alþjóðlegar skuldbindingar sínar um varnir gegn pyndingum og vanvirðandi meðferð - og að dómskerfið standi um þær vörð!

Það er hægt að framfylgja lögum án þess að brjóta á grundvallarmannréttindum og pynta saklaust fólk!

Fjöldi einstaklinga, sem hafa ekki framið nein refsiverð brot eða fengið dóma, eru vistaðir daga og vikum saman í gluggalausum fangageymslum lögreglu. Þar búa þeir við aðstæður sem brjóta í bága við alþjóðleg mannréttindasáttmála – án reglulegrar útivistar, án svefnfriðs og án mannúðlegrar meðferðar og leiddir um í beltajárnum. Hér erum við að tala um fangageymslu lögreglu en ekki fangaklefa í fangelsi en það er tvennt ólíkt.

Það má árétta að hér er ekki verið að taka afstöðu til þess hverjir eiga rétt á dvalarleyfi eða vernd hér á landi. Við störfum á mannréttindagrundvelli – ekki út frá pólitískum sjónarmiðum.

Einu skilaboðin eru þessi:

Allir sem eru sviptir frelsi sínu – sama hver staða þeirra er – eiga rétt á mannúðlegri og virðulegri meðferð.

Við teljum mikilvægt að vekja athygli á ábyrgð dómstóla í þessum málum. En það er sorglegt að horfa upp á íslenska dómara taka þátt í skipulögðum pyntingum. Þeir eiga að hafa eftirlit með þessu!

Við köllum eftir úrbótum sem tryggja að Ísland standi við þær skuldbindingar sem þjóðin hefur sjálf undirgengist á sviði mannréttinda.

Við stöndum vörð um mannhelgi allra.

Við stöndum með réttlæti.

#Afstaða #Mannréttindi #Frelsissvipting #Mannúð #Réttlæti

Höfundur er formaður Afstöðu

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Komment


Laugardalur
Innlent

Fossblæddi úr manni eftir Hoppslys í Laugardalnum

02_19-Photo
Landið

Uppbygging á miðbæjarsvæði Egilsstaða í biðstöðu

Virginia
Heimur

Síðustu Instagram-færslur Virginiu Giuffre vöktu áhyggjur

Frans Páfi
Fólk

Illugi veltir fyrir sér páfastarfinu

1000003318
Innlent

Tilkynnt um eld í húsi á Langholtsveginum

Bubbi Morthens
Mynd / Hallur Karlsson
Fólk

Bubbi hjólar í stórútgerðirnar

AFP__20250426__43K64GZ__v1__HighRes__VaticanReligionPopeFuneral
Heimur

Mannfjöldi mættur á jarðarför Frans páfa í Vatíkaninu

Virgina
Heimur

Virginia Guiffre svipti sig lífi