1
Heimur

Bruce Willis og frú búa á sitthvoru heimilinu

2
Minning

Marín minnist tvíburasystur sinnar á fallegan hátt

3
Innlent

Lætur KKÍ og landsliðið hafa það óþvegið

4
Innlent

Hödd segist taka „glöð á móti heimsóknum á Hólmsheiði“

5
Innlent

Lögreglan leitar þriggja manna

6
Innlent

Verjendur Stefáns og Lúkasar krefjast sýknu í Þorlákshafnarmálinu

7
Innlent

Gagnrýnir mæðurnar Þorgerði og Kristrúnu vegna aðgerðarleysis

8
Menning

Ed Sheeran setti lestarkerfið í Kaupmannahöfn á hliðina

9
Innlent

Dauðaþögn Þorgerðar Katrínar

10
Innlent

Sólin olli eldsvoða í Reykjavík

Til baka

Davíð Már Sigurðsson

Árangurstengjum laun kennara?

Davíð Már er kennari
Davíð Már skrifar um laun kennara

Nú hafa kennarar og laun þeirra verið minna áberandi í umræðunni. Kjarasamningum var lent og almennt var sátt innan stéttarinnar. Tölur útskrifaðra kennara þetta árið gefa einnig til kynna að nýlegir kjarasamningar hafi haft jákvæð áhrif. Þó er vert að rifja upp eitt af slagorðum sem fjölmiðlar greindu frá í liðinni kjarabaráttu. 

Að árangurstengja ætti laun kennara. 

Þá er sér í lagi  vísað til grunnskólakennara því þeir eru hornsteinn birtingarmyndar almennings um kennara, sökum þess að það er menntastigið sem börnin eyða hvað mestum tíma á. Þaðan eiga þau að koma læs og með vissa grunnfærni og forþekkingu í stærðfræði, náttúrufræði, samfélagsfræði ásamt íslensku, öðrum tungumálum, hreyfi- og verkgreinum. Það hefur farið mikið fyrir niðurstöðum úr PISA sem gefa vísbendingu um að í það minnsta sé ekki allt með felldu hvað varðar lesskilning, stærðfræðilæsi og læsi á náttúruvísindi. Sjá https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2023/12/05/Nidurstodur- PISA-2022/. Mögulega stöndum við betur á öðrum sviðum, mögulega ekki. Það er enginn leið að segja með vissu því við höfum engar samræmdar mælingar í neinum greinum þó það gæti verið að breytast með tilkomu matsferlis (https://matsferill.is/). Masterferillinn tekur þó ekki til nema brots af þeim greinum sem námskrá tilgreinir, sem leiðir mig að næstu pælingu. 

Hvernig getum við árangurstengt laun kennara ef það er enginn samanburður nema í örfáum kjarnagreinum? Í hverju felst hann? Og hvernig á að útfæra það?

Eiga íslensku-, stærðfræði- og náttúrufræðikennarar að fá hæstu launin því þeir eru þeir einu sem lagt er í að mæla? 

Á að borga hærri laun fyrir þá kennara sem taka að sér stærstu hópana?

Gæti verið mætingarbónus, þar sem þeim sem eru lítið frá er umbunað fyrir þurfa aldrei forföll?

Á að borga meira fyrir þá sem kenna á yngsta stigi því þeir leggja undirstöðurnar? Eða þeim sem kenna á unglingastigi því þar er meira um verkefnaskil og flóknara námsefni?

Hærri taxti þegar fleiri nemendur eru með íslensku sem annað tungumál, eða tala hana jafnvel ekki?

Eða ætti að borga þeim meira sem taka að sér fleiri nemendur með sérþarfir?

Þó ber að nefna að kennarar í sérúrræðum á borð við Brúarskóla fá hærri laun því þeir taka við nemendum með sérstakan hegðunarvanda og ofbeldishegðun.  

Eitt er víst, það þarf að búa til hvata til að standa sig vel, bæði nemendanna og kennaranna vegna. Eins og er þá er jöfnuður meðal kennara mestur á Íslandi innan OECD landanna. Það þýðir að sama hversu vel viðkomandi stendur sig, þá fær hann sömu laun. 

Það sem hægt er að gera til að hækka sig í launum sem grunnskólakennari í núverandi launakerfi:

1. Kenna lengur, hækkar um tvo launaflokka fyrir hver fimm ár sem kennt er, upp að 15 árum, svo bætist við einn launaflokkur þegar árin eru orðin 20 ár s.s. 7 launaflokkar. Eftir það er toppnum náð. Ef kennari byrjar háskólanám um tvítugt og lýkur því 25 ára getur hann vænst þess að hækka ekki í launum eftir 45 ára aldurinn. Sem er afspyrnu léleg hvatastýring.

2. Tekið ECTS einingar umfram Bed/BA/BS próf upp að 240 einingum sem þýðir 16% launahækkun. Það þýðir að vissulega færðu 8% launahækkun ef þú ert með MEd/MT (þá ertu búinn að eyða 5 árum í háskólanám) sem hefur búið til jákvæðan hvata til að mennta sig meira. Ef þú ferð alla leið þá ertu með a.m.k. 7 ára háskólanám að baki.

3. Önnur launaröðun (t.d. vegna stjórnunar). Þú kennir þá væntanlega minna, og þá er kominn hvati til að leggja frekar áherslu á stjórnun en kennslu. 

Allt eru þetta viðmið sem koma engan veginn inn á að standa sig betur í starfi sem kennari. En kannski er það bara pólitískur ómöguleiki að geta staðið sig vel og að geta óskað eftir hærri launum samkvæmt því?

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Ed Sheeran setti lestarkerfið í Kaupmannahöfn á hliðina
Menning

Ed Sheeran setti lestarkerfið í Kaupmannahöfn á hliðina

„Ég hef bara aldrei séð svona áður á ævinni“
Marín minnist tvíburasystur sinnar á fallegan hátt
Minning

Marín minnist tvíburasystur sinnar á fallegan hátt

Verjendur Stefáns og Lúkasar krefjast sýknu í Þorlákshafnarmálinu
Innlent

Verjendur Stefáns og Lúkasar krefjast sýknu í Þorlákshafnarmálinu

Dauðaþögn Þorgerðar Katrínar
Innlent

Dauðaþögn Þorgerðar Katrínar

Ísraelski herinn: Gaza-borg orðin „hættulegt átakasvæði“
Heimur

Ísraelski herinn: Gaza-borg orðin „hættulegt átakasvæði“

Evrópskir leiðtogar ræða öryggissvæði í Úkraínu
Heimur

Evrópskir leiðtogar ræða öryggissvæði í Úkraínu

Bangsafélagið heldur upp á afmæli með stórhátíð og nýrri keppni
Mannlífið

Bangsafélagið heldur upp á afmæli með stórhátíð og nýrri keppni

„Við lifum á tímum þegar þjóðarmorð blasir við í beinni útsendingu“
Innlent

„Við lifum á tímum þegar þjóðarmorð blasir við í beinni útsendingu“

Sólin olli eldsvoða í Reykjavík
Innlent

Sólin olli eldsvoða í Reykjavík

Fjöldafundur boðaður gegn þjóðarmorðinu í Palestínu
Innlent

Fjöldafundur boðaður gegn þjóðarmorðinu í Palestínu

Lætur KKÍ og landsliðið hafa það óþvegið
Innlent

Lætur KKÍ og landsliðið hafa það óþvegið

„Hér er um að ræða hóp sem þarf á þjónustu og stuðningi að halda“
Innlent

„Hér er um að ræða hóp sem þarf á þjónustu og stuðningi að halda“

Lögreglan leitar þriggja manna
Innlent

Lögreglan leitar þriggja manna

Skoðun

Alþjóðleg pólitík er barnaleg - Að vera þingmaður 11. kafli
Skoðun

Björn Leví Gunnarsson

Alþjóðleg pólitík er barnaleg - Að vera þingmaður 11. kafli

Aukum við útsvar en ekki velferð barna?
Skoðun

Davíð Már Sigurðsson

Aukum við útsvar en ekki velferð barna?

Þjóð sem gleymdi sjálfri sér
Skoðun

Ólafur Ágúst Hraundal

Þjóð sem gleymdi sjálfri sér

Eina leiðin til þess að fá ábyrg stjórnmál - Að vera þingmaður 10. kafli
Skoðun

Björn Leví Gunnarsson

Eina leiðin til þess að fá ábyrg stjórnmál - Að vera þingmaður 10. kafli

Árangurstengjum laun kennara?
Skoðun

Davíð Már Sigurðsson

Árangurstengjum laun kennara?

Þegar þú þekkir mig betur en ég þekki mig - Að vera þingmaður: 9. kafli
Skoðun

Björn Leví Gunnarsson

Þegar þú þekkir mig betur en ég þekki mig - Að vera þingmaður: 9. kafli

Loka auglýsingu