
Sex gistu fangageymslu lögreglu83 mál voru skráð í kerfi lögreglu.
Mynd: Víkingur
Í dagbók lögreglunnar frá því í gærkvöldi og í nótt er greint frá því að ölvaður maður hafi áreitt annað fólk við strætóskýli og var sá maður handtekinn af lögreglu.
Ökumaður var stöðvaður í akstri grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Í ljós kom að hann var einnig án ökuréttinda. Hann var látinn laus eftir hefðbundið ferli.
Aðili handtekinn var fyrir líkamsárás. Sá neitaði einnig að segja til nafns og við komu á lögreglustöð réðist viðkomandi á starfsmenn lögreglu. Hann var vistaður í fangaklefa vegna ástands að sögn lögreglu.
Talsvert var af minniháttar málum í miðbænum vegna óláta og slagsmála.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment